Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 26
20
Johan Bojer:
l IÐUN'N'
»Aumingja hróið,« hugsaði hún, »er hann nú ekki
að asnast til að leggja hug á aðra konu!«
En hún varð nú samt að horfa upp á þetta, að
sú aðkomna tæki pils hennar og klæðnað, yzt sem
inst. Og að vorinu stóð brúðkaupið. Nábúarnir komu
þangað einn góðan veðurdag og settust þar að veizlu.
Drengirnir drógu sig í hlé og horfðu hálfhissa hvor
til annars; þeir voru Iíklegast ekki alveg búnir að
gleyma móður sinni. En Katrín hafði nú samt fylgt
fólkinu til kirkjunnar og telcið sér sæti í kórnum og
horft á, að Pétur gekk að eiga aðra konu.
»Mér þykir nú orðið nóg um,« liugsaði Katrín,
»og ekki hefir hún einu sinni bundið silkiklútinn al-
mennilega um liálsinn á honum. Þá fór hann betur,
þegar ég gerði það«. Drengirnir sálu frammi í kirk-
junni og gláptu á vígsluna. Katrín þaut niður til
til þeirra og settist á milli þeirra.
»Mér fer nú líklegast að verða ofaukið í Ási nú,«
hugsaði hún. »Og kann ske drotlinn vilji nú veita
mér viðlöku á himnum.«
En hitt gat líka verið, að Pétri yrði aidrei eins
nauðs^mlegt, að hún væri einhverstaðar ekki langt
í burtu eins og nú, og loks afréð hún að fara aftur
með þeim heim að Ási.
Nú mátti Pétur auminginn muna sinn fííil fegri.
Hann og þessi nýja eiginkona hans slógust oft og
sljúpan var svo vond við drengina, að þeir grétu sig
slundum í svefn.
En drottinn hafði orðið alls þessa áskynja og dag
nokkurn kom engill þjótandi niður til Katrínar og
spurði hana: »Villu nú ekki koma með mér til
himnaríkis?«
»Æi nei,« sagði Katrín, »ég er hrædd um, að ég
sjái aldrei glaðan dag framar, þó að ég fari þangað,
meðan svona er ástalt eins og nú er fyrir honuni
Pétri.«