Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 37
IÐUNN ]
Liflö og líðandi stund.
3t
1 næsta bekk, sá sem vinnur dyggilega með degi
hverjum það verk, sem liann á að vinna og hefir
allan hugann við námið, eða sá sem alt af er að
óska þess að hann komist uj)p úr bekknum, en
gerir aldrei neitt til þess? Og hver haldið þið að
verði fyrstur i öðru lífi, sá sem lifði þessu lífi vel og
hj'ggilega, eða hinn, sem altaf var að hugsa um það?«
Þetta voru nú orð kennarans og svari hver fjrrir
sig spurningum þeim sem hann lagði fyrir okkur.
Menn eru að kvarta um fátækt, mótlæti og misjöfn
kjör í lífinu. Og að vísu eru kjörin misjöfn. En í
i'aun réttri erum vér allir jafn-ríkir eða jafn-fátækir.
íJvi að hverju höfum vér vald á? Ekki höfum vér
vald á því liðna, því að það er horfið og kemur
aldrei aftur. Og ekki liöfum vér heldur vald á framtíð-
lr>ni, því að hún er enn ókomin. Hvað er þá á voru
valdi? Líðandi stundin og ekkert annað. Hún er
aleiga vor. Að þessu leyti erum vér allir jafn-rikir.
En livað er þá þessi líðandi stund, þetta augnahlik,
sem vér einu höfum vald yfir? Það er efniviður
alls, móðurskaut það sem alt sprettur úr, ilt og gott.
Það er upphefð vor og niðurlæging. Notum vér það
hla, verður það oss til böls og tjóns i hráð og lengd.
Notum vél' það vel og dyggilega, verður það oss lil
heilla. Fyrir þetta eilt, hvernig maðurinn fer með
hðandi stund, verður hann sinnar gæfu smiður.
Og hann verður það i orðsins bókslaflegasta skiln-
lngi. Á hinni líðandi stund aflar hann sér þeirra
bekkingarmola, er að síðustu verða að hinni dýpstu
sPeki; á henni getur hann göfgað svo tilfinningar
Slnar, að hann verði í raun réltri góður maður, og
a henni einni getur hann stælt svo vilja sinn með
starli og framkvæmd, að hann verði að miklum
lvianni. Hin líðandi stund hefir alla hluti í sér fólgna
°g liana eina höfum vér á voru valdi.
í^etta ættum vér jafnan að hafa hugfast.