Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Qupperneq 40
34
Ágúst H. Bjarnason:
I IÐUNN
er allur jurtagróður talinn; en lil skyni gæddra vera
teljast menn og skepnur. Heiminum hefir þannig
verið skift í þrent, hina dauðu, hina lifandi og hina
skyni gæddu náltúru, eða í sem fæstum orðum, í
efni, líf og anda.
Nú hafa menn til skamms tíma haldið því fram,
að mikið djúp væri staðfest inilli efnis, lífs og anda,
og gæti þetta því alls ekki þróast hvað fram af öðru.
Dautt efnið gæti aldrei orðið að lifandi líkömum, og
holdið, þótt það væri lífi gætl, gæti aldrei getið af
sér andann. því liafa menn á öllum öldum haldið
því fram, að þetta þrent hlyti að vera orðið til hvert
fyrir sig og hvert með sínu móti og helzt fyrir ein-
hver yfirnáttúrleg kraftaverk. En nú er það að koma
í Ijós æ betur og betur, að alt muni þelta vera hvað
öðru skylt og alt inuni það hafa þróast hvað fram
af öðru í eðlilegri rás viðburðanna, og að hinn
sýnilegi heimur sé því ein óslitin samanhangandi
beild. Um aldamótin síðustu héldu menn því þannig
fram, að efnið eða öllu lieldur hin svonefndu frum-
efni væru eilíf og óumbreytanleg; eða ef þau hefðu
orðið til, þá hefðu þau í öndverðu verið sköpuð
þannig af guði. En nú er margl það komið á daginn
síðustu tuttugu árin, er sýnir það og sannar, að
frumefnin gera bæði að myndast og leysast upp að
nýju. Eins héldu menn fyrir svo sem hálfri öld, að
allar liinar margvíslegu tegundir jurta og dýra væru
faslar og óumbreylanlegar og í öndverðu skapaðar svo
af guði. En þróunarkenningin heíir nú sýnt og sann-
að, að einnig þær hafa þróast liver fram af annari,
og að lííið muni í fyrstu hafa orðið til á eðlilegan
hátt í skauti jarðarinnar. Loks eru margir enn þeirr-
ar skoðunar, að meðvitundarlífið sé að meslu óum-
breylanlegl og innblásið manninum af guði. En nán-
ari rannsóknir eru nú smám saman að Ieiða í ljós,
að einnig það hafi þróast stig af sligi. Það lílur því