Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 42
36
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN'
Ef vér viljum búa oss til einhverja táknmynd upp
á tilveruna í heild sinni og þá hina miklu þróun,
er virðist hafa átt sér stað i heiminum, þá lítur sú
mynd þannig út:
Upphaf cfnisins
Eins og feiknamikil ljóskeila brýtst alheimsorkan
fram úr myrkrum huliðsheimanna, þar sem hún
hefir upptök sín í ókunnum öfium, og framleiðir
fyrst frumefnin, en síðan öll hin samsettu efni, lif-
ræn og ólífræn. Úr hinum lífrænu efnasamböndum
verða svo lífsverurnar til á vissu stigi þróunarinnar.
Lífsverur þessar eru í fyrstu engu eða örlitlu skyni
gæddar, en svo smá-vitkast þær, og loks á hinu
æðsta stigi tilverunnar, er vér þekkjum, er skynsemi
mannsins náð. f*ó er einnig skynsemi manna mark-
aður bás, því að framundan þeim, líkt og hinum
öðrum lífsverum, liggur ósæið, hinir miklu huliðs-
heimar, þangað sem allir eiga einhvern tíma að fara,
annaðhvort til þess að halda áfram að þroskast eða
þá til þess að hverfa aftur í huliðsdjúp hinnar miklu
alheimsorku, sem virðist umlykja alt og vera vitaðs-
gjafi, vagga og gröf allra hluta. En hvort heldur
sem er, hvort sem vér lifum eða deyjum, þá er ekkert
að óttast. Því að annaðhvort er dauðinn draumlaus
svefn eða áframhaldandi líf. Sé dauðinn draumlaus
svefn, þá hafa allir reynt, að það er sælt að sofna