Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Qupperneq 43
IOUNN]
Heimsmyndin nýja.
37
slikum svefni. En sé dauðinn anddyri til annars lifs,
heldur lífsveran að líkindum áfram að þroskast,
þangað til hún hefir náð þeirri fullkomnun, sem
henni er auðið að ná. Þvi er ekkert að óttast,
hvernig sem fer, og vér getum hugglaðir hafið rann-
sókn vora í þeirri von, að vér fáum höndlað eitt-
hvert brot af sannleikanum, ef ekki hann allan.
Fullan og allan sannleikann fáum vér þó naumast
höndlað á þessu stigi tilverunnar, því að ekki getum
vér öðlast þekkingu á öðru en því, sem birtist í
skynheimi vorum. Hinum huldu öflum, alheimsork-
nnni, sem liggur að baki, fáum vér að eins leitt
getur að. Og því er mönnum í sjálfsvald sett, hvort
þeir vilja nefna þetta almátka vald, er virðist lifa að
haki öllu, guð eða alveru eða einliverju öðru nafni.
l^ezt mun þó að viðhafa sem fæst orð um þetta
mikla X, þessa óráðnu gátu, sem virðist vera undir-
staða og upphaf skynlieims vors, því —
aaldrei sá ncinn pann sem augað gaf
og uppsprettur ljóssins ei fundnar né skýrðar;
mcð beygðum knjám og með bænastaf
menn bíða við musteri allrar dýrðar.
En autt er alt sviðið og harðlæst hvert liliö
og liljóður sá andi, sem býr par.«
[Einar Benediktsson: Noröurljós.l
Trúhneigðir menn, er vildu semja trúarhugmyndir
sinar að heimskoðun nútímans, mundu ef til vill
vhja hafa yfir brot úr öðru kvæði eftir Einar Bene-
hiktsson, ef þeir ættu að íklæða þessa huldu alheims-
veru fioldi og blóði veruleikans. Þeir myndu vilja
mæla líkt og lesa má i kvæðinu »Dagurinn mikli«,
l,f>r sem þetta stendur í:
»Nú lítur hann augum hið almátka vald:
eilífðar kyrð býr hans liöfuðfald.
Vetrar-brautin er belti’ um hans miðju,