Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 44
38
Ágúst H. Bjarnason:
IÐUNN’
cn blindninnar nótt er skör við hans stól.
Hjartað er algeimsins sólna-sól,
þar segullinn kviknar í frumeldsins smiðju.
Hans þanki er elding, en þruma lians orð.
Alt þiggur svip og afl við lians borð.
Stormanna spor eru stilt i hans óði,
stjarnanna hvel eru korn í hans blóði.
Hans hros eru geislar og blessuð hver storð,
sem blikar af náð undir ljóssins sjóði.«
En alt eru þetla líkingar, hversu fagrar og and-
ríkar sem þær eru, og alveran sjálfsagt mikið dýr-
legri og voldugri en nokkur mannleg tunga getur
lýst; því hafa fæst orð minsta ábyrgð, þá er um
þetla mikla X, þessa óráðnu gátu tilveru vorrar, er
að ræða, sem jafnan hylur sig að baki skynheimi
vorum og öllum hillingum hans. Hillingunum getum
vér kynst, en hinn sanna veruleika náum vér að
líkindum aldrei í, á meðan vér erum ekki öðruvísi
gerðir en vér nú erum.
I5að er þá eins og öll tilveran delti í tvent, hinn
sýnilega og ósýnilega heim eða öllu heldur í lilveru
þá, er vér skynjum, og þá, sem vér skynjum ekki.
En þella er í raun réttri ekki svo, því þótt vér
skynjum ekki orkuna, sem í öllu lifir, þá finnum
vér til hennar; og þólt vér getum ekki kynst henni
nánara, þá sjáum vér, að hún hlýtur að vera uppliaf
og undirslaða alls. Hún er liin íbúandi skapandi
náttúra, er Spinoza nefndi svo; en skynheimur vor
er liin skapaða náttúra. Alla tilveruna getum
vér láknað með einu einföldu stærðfræðistákni:
X (a2 -{- 2ab -j- b2). X’ið táknar liina óráðnu alheims-
gátu, er vér að eins getum leitt trúarlegar og lieim-
spekilegar getur að; en stærðirnar innan svigans
tákna skynlieim vorn, hina sýnilegu nátlúru, og
henni er oss bæði ætlandi og ætlað að kynnast.
Nú höfum vér þegar fundið þrjú stig í hinni sýni-