Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 47
• IÖUNN]
Heimsmyndin nýja.
41
Hvernig verða öll þessi sólkeríi til og í hverju er
þióun þeirra fólgin?
I Febrúar 1901 varð merkisatburður í himingeim-
Oum. Það var svo að sjá sem ný stjarna tæki að lýsa
I stjörnumerkinu Persevs og var hún þegar nefnd
JVoi>a Persei (o: nýja stjarnan í Persevs). Hvað var
það, sem þar var að gerast? Var ný stjarna orðin
þarna til alt í einu eða í einhverjum undirbúningi
dieð það? Eftir því sem stjörnufræðingar hafa komist
næst um þetta, var það sem þá gerðist á þessa leið.
Tveir eða íleiri dimmir, útbrunnir hnettir höfðu
fekist þarna hver á annan. Og það má geta því
uærri, hversu afskaplegur árekstur þessi hefir verið,
því að svo telst mönnum til sem hnettir þessir haíi
farið með 1000 rasta hraða á sekúndunni og að þeir
þafi verið óhemju-stórir. Enda voru afleiðingarnar
árekstrinum eftir því. Hnettirnir moluðust mélinu
smserra og fyrir hita þann og þrýsting, er varð af
arekstrinum, leystust meira að segja frumefnin í
huöttum þessum upp og urðu svo að segja alt í einu
lýsandi frumþoku. En með þvi að hnettirnir
höfðu ekki rekist beint hver á annan, heldur eitt-
hvað utan við þungamiðju þeirra, tók frumþokan á
Slg hvirfingsmynd (spiral) og útbreiddist þannig með
'jóssins hraða langar leiðir. Pessi lýsandi depill í
Þersevs var þvi engin einstök stjarna, heldur stór og
Vlðáttumikil lýsandi frumþoka.
Nú er mannsævin mikils lil of stutt lil þess, að
Ver mennirnir getum fylgst með því og séð, hvað
verður úr þessum 15rsandi l'rumþokum. En það er
II ú bót í máli, að margar slíkar frumþokur eru til
Vlðsvegar um himingeiminn og á mismunandi þroska-
sllgi. Einhver stærsla frumþokan, er menn vita um,
er frumþokan í stjörnumerkinu Orion; en hún er
Syo ólöguleg, að það er eins og alt sé enn i uppnámi
1 henni. Aftur á móti eru til aðrar frumþokur, er