Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Qupperneq 56
Úr endurminningum æyintýramanns.
Frásögn sjálfs hans.
Eflii-
Jón Ólafsson.
|Petta er hvorki ætlað til að vera nein ævisaga, né samfeld frásögn,.
heldur að eins meir og minna sundurlaus brot af endurminningum, og
nota ég þær, þegar svo ber undir, fyrir umgerð um smámyndir af mönn-
um, viðburðum eða háttum. — Höf.]
i.
Barnæska og uppeldi.
Vorið byrjar ýmist 20. eða 21. Marz. Mér er sagt,
að árið 1850 haíi vorið byrjað 20. Marz, og hafi sá
dagur verið fyrsli Miðvikudagur í Einmánuði. Veður
er mér sagt, haíi verið hjart, hjarn að vísu á jörð,
en glaðasólskin og hlýindi, eftir því sem um er að
gera á þeim tíma árs. Ekki býst ég við að eins hafi
viðrað um land alt, en svona viðraði á Kolfreyju-
stað í Fáskrúðsíirði þennan dag. Sé það ekki rétt
hermt, ber ég enga ábyrgð á því. Ég man eðlilega
ekkert eftir því, því að ég hafði annað að gera þann
dag, en að selja það á mig. — Eg var nfl. að fæð-
ast í þennan heim. En ég hefi alt af verið heldur
upp með mér af því síðan, að fæðast þannig vorsins
barn, enda ekki leiðum að líkjast, þótt óliku sé
saman að jafna; því að þennan dag vorú þeir líka
á sinni tíð fæddir, Horatius og Henrik Ibsen, og
drottinn veit, hve margir fleiri merkismenn en við
þrír! Móðir inín var rélt tvítug þegar hún átti mig,
og er svo að sjá, sem faðir minn hafi búist við, að