Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 59
IÐUNN]
Endurminningar.
53
gæra. Þá fór ég að skilja, hvers kyns var; haglbyl-
urinn hafði skollið á lendinni á Hrún, þegar ég var
að drekka úr askinum, en hann þá brugðið snögt
við á sprettinn, og hann og vindurinn verið svo ná-
kvæmlega jafn-fljólir, að haglið náði mér ekki fyrri
en Brúnn staðnæmdisl í hlaðinu á Bessastöðum; en
haglið hefir lamið allaf jafnl og þétt á lendinni og
lamið af honum hvert hár, en þella hefir gert Brún
eins óstöðvandi og hann varð, því að það hefir verið
eins og hann væri sífelt keyrður með svipu.
Fleiri sögur kunna menn enn á austurlandi eflir
Guðmundi. En það yrði oflangt mál að telja þær
hér. Að eins skal ég geta þess, að eitt sinn, er hann
var að lýsa því, live stormasamt og illviðrasamt gæti
verið í fjallinu hjá sér, sagði hann svo frá: Eg var
einu sinni snemma vetrar uppi í fjalli að liuga að
kindum mínum; þá skall á moldviðris-bylur með
fárviðris-stormi, svo að ég sá ekki fótum mínum
lorráð og vissi ekki af fyrri en ég steyptist fram af
sextugum hamri, svo að mölbrotnaði í mér hvert
einasta bein, og var mesta guðs mildi að ég slasaðisl
ekki.
Það var segin saga, að Guðmundur sagði sögur
s'nar með mesta alvörusvip, og lét sér þá aldrei
stökkva l)ros. — Hann hefir verið kýmni-skáld í
óbundnu máli.
Móðir móður minnar hét Valgerður; liún dó hjá
Glati syni sinum i Minnesota vorið 1894 og var þá
Urn nírætt. Faðir hennar var Bjarni Oddsson, skipa-
srniður og bóndi á Kollaleiru í Reyðaríirði. Hann
•ninnir mig að væri á níunda ári yíir nírætt, þegar
nann dó. Eg var þá í skóla. Hann var hagleiksmaður
eins og öll sú ætt var. Hann hafði svo góða sjón
æviloka að hann las gleraugnalaust. En heyrnar-
lítill var hann orðinn síðari árin, og þá farinn að