Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Side 60
54
Jón Ólafsson:
[ IÐUNN
muna bezt það sem gerst liafði í æsku lians. Hann
mundi vel frönsku stjórnarbyltinguna og sagði vel frá.
Móðurætt mín er in nafnkunna Hákonarstaða-ætt,
þeirra Pétranna, hvers fram af öðrum. Svo sagði
móðir mín mér, að sú ætt væri in sama sem séra
Péturs á Víðivöllum, föður Péturs byskups, og þá að
líkindum sama Péturs-nafnið. Kunni hún að rekja
það saman, því að hún var ættfróð.
Frekari greinargerð kann ég ekki á ætt minni að
gera.
Faðir minn var tvíkvæntur og álti við fyrri kon-
unni 4 börn, er upp komust: Önnu, Pál, Ólavíu og
Þórunni. Anna systir min giftist Siggeiri stúdent
Pálssyni, er síðar varð prestur að Skeggjaslöðum j1)
Ólavía giftisl Birni Péturssyni (frá Valþjófsstað), er
síðar varð alþingismaður um nokkur ár, fór síðar
til Ameríku, misti þar konuna og kvæntist aftur
ameriskri konu, varð kennimaður Únilara-safnaðar í
Winnipeg og dó þar2). Þórunn systir mín giftist
Forvaldi móðurbróður minum, svo að faðir minn
var bæði mágur bans og lengdafaðir, en þau Pórunn
og Porvaldur voru ineð öllu óskyld. Pál kannast
allir við og hefi ég ritað æviágrip hans framan við
2. bindi Ijóðmæla hans.
Svo sagði Páll mér, að íaðir okkar hefði verið
mjög strangur við börnin í uppeldi, og eiginlega alt
of strangur svo að það hefði fjarlægt þau honum of
mikið, einkum sig og, ef til vill, Ólavíu nokkuð, svo
1) Prjú af hörnum þeirra komust upp: Stéfanía, Bjarni og Malena.
Stefania kvæntist séra Sæmundi Jónssyni, og eru þcirra synir: scra Olafur
í Hraungerði, Geir byskup á Akureyri og Páll cand. pliil. i Höfn.
2) Af þeirra börniiin eru 4 álííi: Ólafur læknir í Winnipeg; Anna
giít Stíg Porvaldssyni frá Kelduskógum, kaupntanni á Hallson i N. Dakota;
Ifalldóra, gil't Páli Bardal í Winnipeg og Sigrún, gift norskum tuanni i
Ameriku. Björn átti son utan lijónabands, þann er Svcinn hcitir; liann
cr kvæntur Kristrúnu alsystur minni og i)úa þau i Scattlc, Wasli,, U. S.,
og oiga bæöi börn og barnabörn.