Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 62
56
Jón Ólafsson:
l IÐUNN
snertir, fann ég oft til þess, að þetta væri að nokkru
leyti mér að kenna, og hefi ég þó annars yfirleitt
komist vel af við alla menn, sem ég hefi verið í
sambúð við.
Vorið, sem ég varð 5 ára, var rifinn hjá okkur
bærinn og bygður
upp að nýju. Bað-
stofan var all-reisu-
legt hús, eftir því
sem þá gerðist,
með lofti og háu
porli og var vist 9
álnir fullar frá gólfi
til mænis. Var karl-
manna-skáli undir
lofli og gestaher-
hergi þar innar af.
En uppi voru rúm
kvenna og stórt
herbergi afþiljað í
austurenda. Var
baðstofan öll mál-
uð innan og mun
það hafa verið eina
málaða baðstöfan
á auslurlandi í þá
daga.
Þegar baðstofan
Porbjörg Jónsdóttir. var komin langt til
undir insta þak,
var enn ekki gólf lagl í hana, en laus borð, á bitum
og eins uppi á skammbitum, og þó ekki þétt, heldur
að eins handa smiðunum að standa á. Stigar voru
reistir lauslega upp á loft og þaðan upp á skamm-
bita. Var yfirsmiðurinn, þorgrímur Jónsson snikkari,
þar uppi á skammbita-fjölunum eitthvað að gera.