Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 65
IÐUNN]
Endurminningar.
59
i vognum norðan á eyjunni; man eflir, að þeir
skriðu fram í sjó þegar við vorum rétt komin að
þeim, og að þeir voru að smá-reka upp hausana úti
á vognum.
Mér er sagt að ég haíi verið farinn að blaðra
töluvert um það er ég var ársgamall og að ég hafi
þekt alla stafina á 3ja ári. Fyrsta veturinn, sem ég
var í nýju baðstofunni, yar mér kent að stafa (þá
á 6. ári) og var ég orðinn nokkurneginn lesandi
um vorið, og var ég þó mjög latur við það starf,
og það þótt afi minn gæíi mér langan stíl úr beini,
haglega útskorinn, til að benda á orðin jafnóðum og
ég ias þau. Sérstaklega man ég eftir, hver armæða
mér var það, þegar farið var að láta mig lesa upp-
haiið á píslarsögunni i Sturms-hugvekjum. En þetta
var alt fraktúru-letur, sem ég hafði lesið til þessa.
Síðan varð ég að byrja á latínu-letrinu og gekk það
furðu íljólt að verða Iæs á það, og eftir að ég fékk
að lesa söguna af Guðmundi ferðalang í »Ungsmanns-
gamni«, og ævintýri Jóns Árnasonar og Magnúsar
Grimssonar, þurfli ekki að hafa með mér stöfunar-
tíma úr því. Eg annaðist þá leslurinn sjálfur. Slofu-
hus var á bænum allstórt, en ofnlaust. Þar voru
bókaskápar föður míns inir stærstu. Þangað lagðist
ég mjög út og náði mér í bækur og lá með þær í
sófanum og las. Einhver fyrsta hók, sem ég náði
bar í, voru kvæði Jóns þorlákssonar og lærði ég
hjótt flestar lausavísurnar í þeim og öll skamma-
kvæðin vendilega. Ivomst það fyrst upp um mig á
Því, að ef mér sinnaðist eitthvað við hina krakkana,
sletti ég ótæpt orðum og hendingum úr Jóni Þor-
iákssyni. Fékk ég þungar ávítur fyrir hjá móður
ftiinni, og vildi hún láta föður minn læsa fyrir mér
stofunni. Man ég, að liann sagði eitlhvað á þá leið,
að úr því að börnum væri kent að Iesa, kæmi fyrir
htið að banna þeim að lesa. Við mig talaði hann