Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 66
60
Jón Olafsson:
[ ÍÐUNN
einslega og sagði mér, að ég ætti að reyna að gera
einhvern greinarmun á illu og góðu, fögru og l.jótu í
því sem ég læsi; ég væri enn svo ungur, að mér
væri hollara að lesa ekki það sem ljótt væri. Sjálf-
sagt kæmist ég ekki hjá því, er ég eltist, að lesa
bæði fagurt og Ijótt. En ég yrði að minnast þess,
að það ljóta, sem ég kynni að heyra og lesa, væri
ljótt, og þegar ég fyndi það, þá ætti ég líka að sjá,
að það væri líka ljótt að hafa það eftir.
Eg hélt því áfram að rusla í bókaskápum föður
míns; en þess varð ég var, að 2. bd. af kvæðum
Jóns Þorlákssonar var þá horíið úr sinni hillu.
Næsta bókin, sem ég man eftir að ég læsi frammi
i stofunni, var »Fjölnir«. Ekki las ég hann þó all-
an spjalda á milli að sinni, en las það eitt, sem
ég nokkurneginn skildi, að minsta kosti að meira
eða minna leyti. »Fjölnir« varð mér svo kær, að ég
held ég hafi eitthvað í lionum lesið nær á hverju
ári alla mína ævi síðan.
Ég býst við að þessar tvær bækur, sem ég las
fyrslar, kvæði Jóns Þorlákssonar og »Fjölnir«, ásamt
með kvæðum Stefáns Olafssonar, sem var 3ja bókin,
sem ég las vandlega, haíi ef til vill alveg ósjálfrált
haft meiri áhrif á mig, heldur en ég gerði mér grein
fyrir; hafi vakið hjá mér hæíileikann til að verða
dálítið meinyrtur og kýminn, og orðið til að vekja
smekk minn fyrir fögru máli.
Á 9.—11. árinu fór ég að geta lesið málfræðisrit-
gerðir Konráðs í »Fjölni« og hafa þeirra not, og
þótti mér ekki eins gaman að nokkrum hlut eins
og því sem Konráð skrifaði, ekki sizt ritdeilugrein-
um hans. Mér er enn í minni, þegar út komu í
Norðra greinir hans til Guðbrands Vigfússonar.
Heyrði ég þá föður minn og Jónas sj7slumann Thor-
steinsen lesa fyrstu greinina saman, og var þeim
báðum mjög dátt að greinunum og hlógu mikið. Þó