Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 69
IÐUNN]
Endurminningar.
63
smásögur; sumt af þessu nær alveg á eigin hönd.
Síðara liluta vetrar byrjaði ég á latínu og lærði aðal-
dæmin í beygingum nafnorða og lýsingarorða og for-
nöfnin. Dæmin skrifaði faðir minn upp i bók handa
mér og lét inig læra. Næsla haust, er ég var á 10.
ári, lét hann mig fara yíir það sama sem fyrri vet-
urinn, en nú eftir Baden’s grammatík, og bæta við
sögnum og stýriorðum. Þennan vetur lét liann mig,
er á leið, byrja lítið eitt á Borgen’s lestrarbók, og
hafa skriflegar æiingar léttar.
Haustið, er ég var 10 ára, hélt hann áfram með
latínuna; lét mig lesa upp aftur málmyndalýsinguna
og las enn með mér í Borgen og einnig lestrarkafla
i Bröder’s lestrarbók og lét mig enn gera stýla.
Þessa vetur liafði hann og kent mér heilar tölur
og brot í reikningi. Ekki hafði hann kent mér neitt
i lexíum í landafræði, en kent hafði hann mér að
þekkja á landabréf álfurnar og öll lönd í Norður-
álfunni.
Þegar ég var að læra latínu, lét hann mig off læra
utanbókar ýmisleg versus memorabiles, svo sem t. d.
þessi:
Tolle me, mi, mu, mis,
si declinare domus vis, — eða
os, oris loquitur, sed os, ossis roditur ore, — eða
mala mali mato meruit mala maxima mundo.
Stundum orkti hann sjálfur minnisvísur fyrir mig,
t. d.:
Sijlva skógur, arbor eik og engi pratum,
causa orsök kallað getum,
cubile rúm, og sundið fretum.
Flest af þessum erindum kann ég enn í dag. Ulan-
^ókarlærdómur getur verið mjög gagnsamur í slíkum
i'lfellum.
Undir eins og ég gat hangið á heslbaki, fékk ég
fara með föður mínum oftast-nær hvert sem hann