Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 77
Rústir.
Eftir
Sigurð Guðmundsson.
IHugvekjustúfur, iluttur á ungmennafélagssamkomu
í Rej'kjavík 13. Maí 1915.]
Eg get ekki flutt hér gamanmál né skemtihjal.
Mér hefir ekki auðnast að fmna neina skemtitexta,
er sæmilegt væri að fara hér með, á slíkum alvöru-
tírnum sem nú lifum vér á. Líf og saga núlíðandi
dðar selja oss engin fagnaðarefni í hendur. Frá upp-
hafi sögunnar hafa aldrei gerst slik hörmungatíðindi
Sem nú, er allur mannheimur, að kalla, gnj'r við af
fallbyssuskotum og næstum því öll Norðurálfan flýtur
1 mannablóði.
Til þessa liefir oss íslendingum staðið furðulega
*'flð böl af ófriðnum. Sumum virðist því, ef til vill,
sem vér getum sagt: »Et og drekk sála mín«. En
etiginn veit, hvernig þessum ragnarökum lýkur. Og
því
veit enginn, livað yfir oss gengur, unz friður
^emst aftur á í heimi. En allar þær hinar ótrúlegu
þörniungar, er nú dynja yfir mannfólkið éiti í lönd-
llnh ætlu að sveigja oss alla til alvöru' og gætni í
ráðum og atliöfn, ekki sízt í alþjóðarmálum.
En vér íslendingar búum svo fjarri vettvangi, að
^rsagan mikla raskar ekki ró vorri né háttum sem
^da mætti eftir ógurleik hennar og trjdlingi. Voða-
J'ðindi, er gerast með oss sjálfum, fá meira á oss,
P°d þau séu hégómi einn lijá þeim feiknum, er nú
§ei'ast á blóðvellinum mikla. Svo langsamlega erum
V'r sjálfum oss næstir. Vér höfum fvrir skömmu séð
dæ
þess, er ein liöfuðskepnan talaði til vor. Mál