Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 86
80
IIÐUNN
Sigurður Guðmundsson:
verið eitt sér. Hér ræðir um þjóðarsjúkdóm, er brauzt
út á einstökum stað við einstakt tækifæri. í oss þarf
að vekja árveknisanda, sívakandi gát á, hvar vér
stöndum og hvernig oss gangi, hvort ekkert sé van-
rækt, hvort góðir kraftar fari ekki forgörðum. Vér
þörfnumst einarðra hugsjónamanna, er séu samvizka
þjóðarinnar, skálda, rithöfunda og góðra blaðamanna,
er æ haidi vörð á, hvort einhver þjóðar-verðmæti
séu ekki í hættu og vari þá allan landslýð við. Rit-
höfundar og blaðamenn eiga að vera spámenn þjóðar
sinnar. Það er meinið mikla, að oss vantar að mestu
slika menn. Og eins þurfum vér að eiga spámann
innan í oss, prófa oss altaf, eins og postulinn réð
oss, hvað vér getum betur gert, hvort vér getum eigi
varið tímanum betur o. s. frv.
Ef til vill brosa sumir að þessum hugrenningum,
þykir næsta barnalegt að flíka þeim framan í fólk,
ekki sízt nú, er svo margir beztu menn heims standa
við rústir sinna tignustu vona. Og enginn er ámælis-
verður, þótt hann tjmi nú hugsjónum sínum og trú á
sigur þeirra. Firnum og fádæmum sæta þær, rústirnar
úti í heimi, og hörmuleg er sú brjálsemi, er að nokkru
hefir nú gagntekið höfuðþjóðir Norðurálfunnar. En
minnist þess samt, að ekkert verðmæti getur sprottið
af örvænting og trúleysi á framtíðina. Það liggur við,
að það sé skylda vor við lífið að trúa á framgang
þess og framþróun. Og nú skulum vér gá að, hvort
engar vonarstjörnur sjást á himni, eins og ég hét að
gera. Ég bendi þá fyrst á, að skelíingar stríðsins
bera vitni um óþrjótandi auðæíi lífsins, er það hefir
efni á slíkri eyðslu og blóðsúlhellingum. Auð lífsins
og framþróunarkraft má og marka á annari stað-
reynd. Alt af vex mannleg þekking og mennirnir
leggja æ íleiri náttúruöfl undir sig, þrátt fyrir alla
sóun á mannlífum og mannsorku, bæði á friðar- og
ófriðarlímum. Og líkt og sumir brjálaðir menn geta