Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 88
82
[ IÐUNM
Sig. Guðmundsson: Rústir.
Ungmennafélagar! Margl er vel um stefnuskrá
\'ðar, ef hugur fylgir máli. Þó veit hún meir út á
við en inn á við, að því er mér skilst. En að þér
sneruð henni meir inn á við, að hugrækt og mann-
rækt! Nú brosir víst margur að slíkum barnaskap.
»Hvernig getur hugrækt verið félagsmál?« spyrja
spakir og fróðir.
Það er satt, að einstaklingarnir verða að afla sér
þroska með eignu starfi. Með siðferðislegri breytni
verða menn sjálfir að hafa umsjón. En hví má ekki
stofna til félagsskapar um aðra breytni en bindindi
um vín og tóbak. Menn gela t. d. haft félag með
sér um að lifa óbrotnu lífi, svo að þeir geti
stj'tt atvinnutíma sinn og þeim vinnisl tómstundir
til andlegra iðkana. Menn geta skuldbundið sig til
að vinna einhver mannúðarstörl. Á því verða þeir
betri, auk annars gagns, er af því leiddi. Menn gætu
komið sér saman um meginreglur um lleira í breytni
sinni og fylgt þeim vægðarlaust við sjálfa sig og aðra.
Það má aldrei gleyma þeim sannleik kristindóms-
ins, að all veltur á innlífi voru. Á hverjum degi ællu
menn að verja nokkurri stund til rannsókna á sjálf-
um sér, hvort þeim »miðar aftur á bak ellegar
nokkuð á leið«, líkt og suml trúfólk ver daglega
nokkurri slund til bænagerða. Bezta válryggingin
gegn öllum eldsvoðum, bæði í húsum og hugum,
öllgasta ráðið gegn öllum stríðum, bæði »á landi og
í lundu«, er ræklun og endurbót mannshugans.