Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 102
96
Smælki.
I IÐL'NN'
Smælki.
Timinn Iímir mein við mein,
mjðg eru dagar langir;
brestur lestin ein og ein,
í sem vonin liangir.
(Erl. Gotlskálksson.)
Ilugsað get ég um himin og jörð, cn hvorugt smíðað —
vantar lika el'nið í Jmf).
(Konr. Gislason.)
,,Iðunn“. Næsta hefti kemur út 1. Okt., og
mun jafnan séð um, að hún komi iit í byrjun hvers
ársfjórðungs. Hverjum kaupanda verður sent rilið
undir eins og það er út komið, — þelta 1. hefti jafn-
óðum og boðsbréfin koma oss í hendur. — Peim
sem vér ekki höfum fengið borgun frá fyrir 1. Okt.
þ. á., verður sent annað hefti með póstkröfu fyrir
andvirði árgangsins og eru kaupendur vinsamlega
beðnir að vera við því búnir að leysa til sín send-
inguna við fyrslu póstferð í Október.
Að líkindum verður meira af sögum í næsla hefti.
Þar verður í »Endurminningum« lýsing af skóla-
lífinu í Reykjavík; þar verður og áframhald af rit-
gerðinni um »Heimsmyndina nýju«.
Þeir sem eiga góðar smásögur, þýddar eða frum-
samdar, eru vinsamlega beðnir að senda oss þær til
yíirlits, og verða einhver rillaun greidd fyrir það,
sem notað verður.
Auglýsingarnar frá heildsölum liér í Rvík eru gleði-
legur vottur þess, að verzlunin er að ílytjast inn í
landið. Mundu menn um alt land liafa mikinn liag
af því að færa sér auglýsingar þessar sem bezt í nyt.
Auglýsingum frá vitanlegum óreiðuíirmum veitir
»Iðunn« ekki viðtöku.
Verð: 3 kr. 50 au. árg. (4 hefti). í Ameríku $ 1.
Annars erlendis 3 kr. 80 au. — Afgreiðslum. Sig.
Jónsson hóksali, Lindargötu 1 B. (Box 146), Rvík.