Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 11
BÚFRÆÐINGURINN
7
lega fjölhæfar. Mundi hann, með viðeigandi undirbúningi,
hafa mátt vinna að mörgum og fjarskyldum störfum, en þó
allsstaðar verið gildur maður í hverju starfi. Þó tel ég hik-
laust, að listhneigðin hafi verið hans sterkasta kennd. Frá
þeirri uppsprettu naut hann þeirra Iðunnarepla, sem öðru
framar veittu honum nautn og vöxt í starfinu, héldu honum
víðsýnum og starfsglöðum í baráttu við ólæknandi sjúk-
dóm og hverskonar torleiði. Ekki vil ég þó leiða getur að því,
til hverra starfa hann hefði verið bezt fallinn. En hitt vil
ég fullyrða, að bezt að skapi hefði honum verið bóndastaða
og með því lifa jöfnum höndum með fagurri sveitanáttúru
og vel ræktuðum og vel hirtum búfénaði, og þá jafnframt,
sér til hressingar, sinna fræðastörfum þeim, sem honum voru
einkum hugleikin.
Það er algengt um þá menn, sem standa fjöldanum miklu
framar um glæsileik gáfna, að bjartast er um þá þegar þeir
eru séðir i hæfilegri fjarlægð. Náin persónuleg kynni
skyggja oft á verk þeirra, hvort sem þau birtast í línum eða
litum. Þannig var Theódóri ekki farið. Við kynninguna óx
hann og í vináttunni var hann stærstur. Hann var hollur
maður og lífsglaður jafnan. Hófsmaður um allt, svo að hann
sameinaði á fegursta hátt það, sem í fari margra manna
verða fullkomnar andstæður: gaman og alvöru, framsækni og
fastheldni, rausn og sparsemi. Vinum sínum var hann trygg-
Jyndur, traustur og nærgætinn, gerði þó jafnan vægari kröf-
ur til þeirra en hann hefði með fyllsta rétti mátt gera. Kom
stundum fyrir, að hann ofmat suma menn, sem hann hafði
miklar mætur á, og þótti mér hann þar bera lengst frá
mundangi hins rétt hófs. En það sem sérstaklega einkenndi