Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 26
22
BÚFRÆÐINGURINN
grösin, sem munu hafa verið heilsulind þjóðarinnar um langa
tíma; við þau, og aðrar innlendar jurtir, erum við í mikilli
þakklætisskuld.
Þeir, sem fylgzt hafa með því, sem sagt er í blöðum og út-
varpi, hafa heyrt, að læknarnir heimta í nafni heilsufræð-
innar suðræna ávexti og meira grænmeti. Af efnahags- og
gjaldeyrisástæðum geta hinir suðrænu ávextir naumast kom-
ið til greina, en grænmetisræktunina og notkun þess mætti
stórum auka frá því, sem nú er og þar með bæta efnahag
landsmanna og heilsufar. Og sé það rétt, sem læknarnir halda
fram — og um það er víst ekki ástæða til að efast — að
mjólkin úr kúm, sem aðeins fá þurr hey, sé mjög snauð
hvað C-vitamín snertir, þá er það aukin ástæða til að hrópa
enn hærra en áður: meira grænmeti til notkunar á heim-
ilinu, bæði vetur og sumar.
Blessað landið okkar er norðlægt land og veðurfar ber ein-
kenni nálægðar þess við heimskautið. Vorkuldar eru oft lang-
vinnir og frostnætur geta komið, þegar vöxturinn stendur
hæst; og í kartöflugörðunum getur von um glæsilega upp-
skeru eyðilagzt á einni nóttu. Þannig fór það til dæmis í
sumar mjög víða, bæði norðan lands og sunnan. Jafnvel i
Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum féll kartöflugrasið af völdum
frosta fyrir 20. ágúst og eru þær sveitir þó álitnar þær veður-
blíðustu á landinu.
f ágústlok var ég á skyndiferð til Norðurlands, og fór um
nokkurn hluta Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna. Þó ég
kæmi ekki víða við, fór ég nógu víða um til þess að sjá gjör-
fallin kartöflugrös í langflestum görðum, sem fallið höfðu í
þessu sama veðri. Og nógu víða athugaði ég undirvöxtinn til
þess að sannfæra mig um, að í mörgum görðunum var engrar
uppskeru von, ekkert upp að taka. Hverjar afleiðingar slíkur
brestur hefir fyrir efnahag garðeigenda er fljótséð. En hverjar
afleiðingarnar verða fyrir heilsufar heimilismanna, þegar
einni hollustu fæðutegundinni, kartöflunni, er kippt burtu frá
munni fólksins, er máske ekki eins auðvelt að segja um. En
hætt er við, að þær afleiðingar geri vart við sig seinni hluta