Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 130
126
BÚFRÆÐINGURINN
rófan vóg sérstaklega 5y2 kg. Fjórða ærin drapst úr einhverri
meinsemd, sem ekki þekktist, a. m. k. ekki þá.
Tala karakúlfjár á Hólum er nú sem hér segir: Af hreina
stofninum 6 ær og 3 hrútar, auk þess 4 unglömb siðan um
jólaleytið í vetur. Af kynblendingum eru: 8 ær fyrsta ættliðs
og 1 lamb, 6 ær af öðrum ættlið og 5 lömb.
Þrír hreinkynja hrútar hafa verið látnir héðan, einn til al-
þingismanns Þorbergs Þorleifssonar á Hólum, annan fékk
Karakúlræktarfélag Þverárhrepps í V.-Hún., og sá þriðji fór
að Urðum í Svarfaðardal, til hr. Ármanns bónda Sigurðs-
sonar.
Arður af karakúlfénu hefir vitanlega verið lítill. Ullin er
ekki góð og frálag kynblendingslambanna á haustin verður
alltaf lítill tekjuliður. Auk þess hvílir yfir því dimmur skuggi,
þar sem álitið er, að hin svonefnda Johne’s-sýki, sem nú
drepur fé Hólabúsins og víðar hér í Hjaltadal, hafi borizt
með því hingað. í því sambandi er rétt að geta þess, að fyrsta
karakúlærin drapst rösku ári eftir komu sína hingað, og allar
líkur benda til þess, að umrædd veiki hafi orðið henni að
fjörtjóni. Sé svo, er það fyrsta kindin, sem veikin drepur hér.
Annars hefir ekki fleira af hreinkynja stofninum farizt á
þann hátt, en kynblendingana hefir veikin drepið í líku
hlutfalli og heimaféð.
Um framtíð karakúlfjárins hér á Hólum skal engu spáð,
en eitt er víst, að reynsla er fengin fyrir því, að hér getur
það lifað og þrifizt fullvel við sömu skilyrði og íslenzka féð.
Kristján Sigurðsson.
Skólabúið.
Það hefir verið rekið fyrir reikning ríkisins síðan 1931.
Bústofn þess var um síðustu áramót sem hér segir: Naut-
gripir 27, þar af 19 kýr og kelfdar kvígur, hross 40, sauðfé
380, svín 3 og 20 hænsni.
Sauðfjáreignin hefir farið minnkandi síðustu tvö árin,
vegna hinnar illkynjuðu uppdráttarsýki, sem drepið hefir
hér mjög margt fé.