Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 88
84
BÚFRÆÐINGURINN
Minorka hænsni verpa ekki eins mörgum eggjum yfir árið
og þau ítölsku, byrja varp heldur seinna, en aftur eru egg
Minorka hænsnanna stærri, vega 65—70 gr. Tekjur af eggjum,
fyrir þessi kyn, verða því mjög svipaðar, séu eggin metin
eða seld eftir vigt.
4. Varp—kjöt—hænsnakyn. Eins og nafnið bendir til, þá
eru hænsnakyn, sem teljast til þessa kynflokks, milliliður á
milli virkilegra varphænsnakynja og kjöthænsnakynja. í
þeim eru sameinaðir eiginleikar til varps og kjötsöfnunar.
Þótt þau kyn, sem heyra til þessum flokki, verpi tæplega
eins vel og beztu varphænsnakynin, þurfi meira fóður og
sum þeirra séu ekki eins bráðþroska og varphænsnakynin, er
álitið að hægt sé að fá þessi kyn til að gefa eins mikinn arð,
með því að gefa þeim og hirða þau vel, þá byrja þau að verpa
á fyrsta vetrarmánuði og verpa vel yfir veturinn, en eins og
allir vita eru eggin verðmæt framan af vetri og getur því
verið mjög gott að hafa hænsni, sem ljúf eru á að verpa.
Þá fæst af þessum kynjum, þegar þeim er lógað, talsvert
meira og betra kjöt en af varphænsnakynjunum.
Egg þeirra kynja, er tilheyra þessum flokki, eru því nær und-
antekningarlaust með brúnu eða gulleitu skurni.
Margar hænur af þessum kynjum vilja, og er líka auðvelt
að fá til, að liggja á eggjum og eru mjög góðar ungamæður.
Þessi kyn þola mikið betur þröng afgirt svæði en varphænsna-
kynin. Þau eru rólynd og gæf, en gagnstætt því eru varp-
hænsnakynin svo að segja undantekningarlaust, hræðslugjörn
og stygg, og er það mikill ókostur.
Af kynjum, er tilheyra þessum kynflokki, skulu nefnd:
Plymouth Rock hœnsni. Þau eru amerísk. Hanar vega
4—41/2 kg, hænur 3—3y2 kg. Litur þeirra er ýmist grár, hvít-
ur, svartur, brúnn eða gulur. Þau hafa gult nef, gula fætur,
rauðar eyrnaskífur og einfaldan kamb. Þau eru stéllítil, sum
næstum stéllaus. Eru gæf, rólynd, harðgerð og bráðþroska.
Þola vel að vera innilukt á fremur þröngum afgirtum svæð-
um. Þau eru heldur fóðurfrek. Þau verpa heldur vel og oft
engu síður á veturna en sumrin. Eggin ljósbrún eða gulleit,