Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 61
BÚFRÆÐINGURINN
57
Þarf þá um 200 gr af nitrophoska á meðal hnaus að vorinu,
þegar reiturinn er stunginn, og svo saltpétur yfirhreiðslu
3—4 sinnum að sumrinu, einkum eftir að mikið hefir verið
tekið af leggjum.
Eg hefi þá reglu, að kippa leggjunum upp með snörpu
átaki skáhallt út til hliðar við stefnu leggsins. Kemur þá
sjaldan fyrir að leggurinn brotni, né heldur að frjóhnappar
slitni upp. En slitni frjóhnappur upp, er sjálfsagt að gróð-
ursetja hann í raka mold, þótt engar rætur fylgi, heppnast
oft að hann festi rætur. Ef ég á að gefa reglu fyrir því,
hvernig bezt sé að uppskera rabarbarann, þá er reglan sú,
að taka einkum yztu blöðin og ekki mörg blöð í einu af
sama hnaus. Bezt tel ég að taka blöðin smátt og smátt allt
sumarið í gegn, kemst þá aldrei kyrkingur í vöxtinn og
einnig vex hann aldrei úr sér, né heldur trénar. Skjóti
rabarbari blómstönglum skal skera þá strax af niður við rót,
og bezt mun vera að skipta þeim hnaus strax; mun hann
þá hætta að skjóta blómstönglum.
Ég skal taka það fram hér, að allmargir gera sér mikinn
skaða með því, að láta rabax-barann verða of þéttan og stór-
ann, vill þá nokkur hluti hans rotna og sumt brotnar í veðr-
um. Ráðið við því er að taka meiri rabarbara að sumrinu og
sjóða niður til vetrarins, það mun borga sig.
Aðallega má skipta rabarbara í tvær tegundir: grænan og
rauðan. Græni rabarbarinn er trefjumeiri og þykir ekki eins
litfallegur og sá rauði, og ef til vill ekki eins bragðgóður, en
hann er aftur á móti miklu harðgerðari og gefur meira upp-
skerumagn. Tel ég hann því heppilegri til ræktunar, einkum
þar sem veðrátta er óblíð, og yfirleitt ber að nota hann alls-
staðar til niðursuðu.
Um notkun rabarbara skal ég vera fáorður af þeirri
ástæðu, að yfirleitt er nægilega útbreidd þekking um mat-
reiðslu hans. Að sumrinu er hann tekinn eftir hendinni og
notaður í súpur, grauta og ávaztamauk. Þá er ennfremur
góð matreiðsla á rabarbara að brytja leggina ofan í sykur-
vatn og hita síðan í ofni þar til þeir meirna. Verða þeir þá
eins og bezta ávaxtamauk (kompot). — Til vetrarins er