Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 120
116
BÚFRÆÐINGURINN
sem raunar er alkunnugt, en stundum gleymist, aS fáir
unna nokkru svo sem vert er, nema þeir hafi eitthvað fyrir
því. *
Skólinn á vísi að náttúrugripasafni. Það þarf að aukast
og batna. Með sumardvöl nemenda við skólann og sam-
vinnu þeirra við kennara, gefst kostur á að safna steinum,
plöntum og fleiru, er skólinn þarf að eignast. Það er og al-
kunnugt, að stórum er það betra að kenna náttúrufræði
úti að sumrinu en inni á skólabekkjum að vetrinum.
Málverk þau, sem komin eru hingað til staðarins, eru
sönnun þess, að nú hefir verið hafizt handa um að kenna
æskunni að meta gildi listaverka. Er sú viðleitni allmikils-
verð. Einar Jónsson myndhöggvari hefir gert líkneski af
Jóni Arasyni. Hvergi á sá dýrgripur betur heima en hér á
Hólum. Hér ætti hann að afhjúpast á hátíðlegri stund, sem
haldin væri til minningar um Jón biskup 1950.
Fátt er nú orðið fornra gripa hér frá Hólum, en þó eru þeir
nokkrir til enn og ættu allir að geymast hér.
Mikið hefir verið ritað, bæði að fornu og nýju um Hóla,
og til eru fornfrægar bækur, er samdar hafa verið af bisk-
upum eða skólameisturum staðarins. Auk þess voru Hólar
einráðir um bókaútgáfu þjóðarinnar í langan aldur, svo sem
alkunnugt er. Eitt eða fleiri eintök af öllum bókum, sem
hér hafa verið gefnar út, og unnt er að ná, ættu að geymast
hér í sérstöku safni, ásamt ritum þeim, er skráð hafa verið
um Hóla. Gæti þetta orðið ailmerkilegt safn og dýrmætt.
En hér er um mikið verk að ræða og þeim einum fært, sem
gjörhugulir eru um slík efni.
Hér hefir verið drepið á örfátt af því, sem þarf að gera
til þess að bæta að nokkru fyrir sorglega eyðslu fornra verð-
mæta. Hitt er þó mest um vert, að fordæmin, góðar fyrir-
myndir og umhverfið ráða mestu um uppeldisáhrif ungra
manna.
G. B.