Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 54
50
BÚFRÆÐINGURINN
Eftir að hafa skoðað Gullfoss seint um kvöldið, komumst
við að Laugarvatni kl. 1 um nóttina og gistum þar.
Morguninn eftir skoðuðum við gróðrarstöð Ragnars Ásgeirs-
sonar, gufubað Laugvetninga, byggingar og annað markvert.
Sýndi skólastjóri okkur skólann. Frá Laugarvatni lögðum
við kl. 9i/2 f. h., og var þetta síðasti dagur verknámsfararinnar.
Við skoðuðum hina miklu aflstöð við Sogið, ókum síðan upp
með Ingólfsfjalli til Þingvalla og höfðum nokkra viðdvöl þar.
Þá um kvöldiö var von á sunnlenzku bændaförinni að norðan.
Á heimleiðinni frá Þingvöllum stönzuðum við hvergi nema
á Hálsi i Kjós. Þar áttum við aftur að fagna hinni sömu
gestrisni og fyrsta dag verknámsfararinnar. Heim að Hvann-
eyri var komið kl. 11 y2 að kvöldi föstudagsins 24. júní, og
var það 6. dagur þessarar ferðar.
Ferðin var gagnleg og skemmtileg. Flestir af okkur könn-
uðu mjög ókunna stigu og sáu margt í búskaparháttum, er
þeir ekki höfðu þekkt áður. Veður var hiö ákjósanlegasta,
nema fyrsta daginn, og bílstjórinn, Júlíus Jónsson, öruggur
og lipur, með ágætan 22 manna bil. Þátttakendur í ferðinni
voru 21 verknemi og verknámskennari. Þegar frá er dreg-
inn styrkur frá skólanum, sem er um 7 kr. á mann, munu
flestir hafa eytt um 40 kr. í ferðinni og má það kallast ó-
dýrt. Og í því sambandi minnumst við með þakklæti alira
þeirra, er tóku á móti okkur með gestrisni í einu eða öðru
tilliti.
Verknámsferðirnar eru nú orðnar fastur, veigamikill liður
í verknáminu á Hvanneyri, og þeirra myndi verða saknað af
nemendum, ef þær legðust niður. Á slíkum ferðalögum
kynnast skólapiltar landi sínu og þjóð, þau eru skemmti-
leg tilbreyting frá hinum hversdagslegu störfum og síðast en
ekki sízt eru þau stórkostlega fræðandi á sviði landbúnað-
arins, því að sérstök áherzla er lögð á að heimsækja þá
staði, þar sem nýungar er að sjá í þeim efnum.
En það allra bezta við öll ferðalög er þó ef til vill þaö, að
koma heim aftur. Þau kenna manni það og stundum, að oft
sækir maður langt yfir skammt. Þetta fannst okkur, þegar
við síðasta kvöldið ókum niður með Skorradalsvatninu gegn