Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 17
BÚFRÆÐINGURINN
13
hlutur kosta 10 krónur. Þátttaka var svo góð, að fundar-
menn buöust þegar til þess aö kaupa 65 hlutabréf. Stjórn fé-
lagsins var falið að semja viö Ingimund Guðmundsson frá
Marðarnúpi, um að hann tæki að sér ritstjórn blaðsins og
útgáfu þess.
Af því, sem þegar hefir veriö sagt, o. m. fl., er það ljóst,
að framkvæmdahugur Hólamannafélagsins var mikill, og
bjart um það að ýmsu leyti á fyrstu árum þess. Störf þess
heföu því aö líkindum orðið mikil og áhrifarík, ef ekki hefði
slys að höndum boriö, en þess var, því miður, skammt aö
bíða.
Það var Hólamannafélaginu, og mörgum öðrum, óbætan-
iegur harmur og tjón, er formaður þess, Ingimar Sigurðs-
son, lézt. Það gerðist skömmu fyrir jól 1908. Ingimar var
Þingeyingur að ætt. Hann var bróöir Siguröar skólastjóra
á Hólum. Ingimar var hinn mannvænlegasti maöur fyrir
ymsra hluta sakir. Hann var góðum gáfum gæddur, fríður
sýnum og hinn mesti atorkumaður, svo sem hann átti
kyn til. Ingimar átti heima á Akureyri, en var á ferð vestur
að Hólum er hann varð úti í svonefndum Héðinsskörðum.
Hefir svo verið sagt, að hann hafi farið ferð þessa í erindum
Hólamannafélagsins. Margir héldu, að Ingimar hefði farizt
í jökulsprungu, er þar verður í skörðunum, og töldu því ekki
ólíklegt, að hann mætti finnast, enda gekk Sigurður skóla-
stjóri í 14 daga samfleytt á fjöllin, með nemendum sínum
og nágrönnum, til þess að leita hins látna bróður. Feröir
þessar komu þó ekki að liði. Hönd dauðans breiddi blæju
fannanna yfir foringja Hólamanna og fannst hann því ekki
fyrr en sumarið eftir. Hann hafði hrapað af björgum fram
og var í sundur fótleggur hans.
Mannskaði þessi hvíldi sem skuggi yfir Hólamannafélag-
inu um langt skeið. Ekkert varð af útkomu blaðs þess,
sem ákveðið hafði verið, og mjög fóru störf félagsins þverr-
andi að ýmsu leyti. Þó hélt það fundi öðruhvoru, næstu árin,
og vann að verkefnum þeim, er það hafði beitt sér fyrir frá
upphafi. En störf og fundahöld félagsins féllu með öllu
niður á fyrstu stríðsárunum og stóð svo fram til 1922.