Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 114
110
BÚFRÆÐINGURINN
1. Heildarstyrkur til:
a) áburðargeymslu, allt að ..... kr. 1500.00
b) heygeymslu, allt að ...... — 500.00
---------- kr. 2000.00
2. Undirbúningsstörf:
a) girðingar ................... kr. 500.00
b) grjótnám og framræsla .........— 500.00
---------- — 1000.00
3. Fullræktun:
a) túnrækt (um 8 ha á kr. 250.00) allt að . . — 2000.00
Hámarksstyrkur á býli samtals kr. 5000.00
Nú er það vitanlegt, að framkvæmdirnar verða ekki með
þessari niðurröðun hjá öllum, fer það vitanlega eftir því,
hjá hverjum einstökum, hvað talið er mest aðkallandi að
framkvæma á hverri jörð fyrir sig. En sé nú þessi áætlun
lögð til grundvallar, þá er búið að vinna á jörðinni, þegar
styrkur er fullnotaður, sem næst þessu: Áburðargeymsla er
komin í ágætt horf. Heygeymsla í viðunandi horf. Búið er að
fullrækta 8 ha (25 dagsláttur) sem tún, ásamt sæmilegum
túngirðingum. Þá er hámarkinu náð og styrkveitingum hætt.
Hún hefst því aðeins að nýju, að jörðinni sé skipt í 2 eða fleiri
býli. Hámarkið er að vísu hærra um nýbýli (allt að 7000 kr.),
en skiptir litlu máli í þessu sambandi.
Hámarksákvæðið hefir mætt andmælum, telja margir það
óréttmætt að afnema styrkinn með öllu og er ég einn þeirra.
Eg álít að styrkveitingin eigi að halda áfram, en aðeins með
alveg sérstöku markmiði fyrir augum, og að árleg upphæð
sé fastákveðin, t. d. að hún nemi allt að kr. 200 árlega. Enn-
fremur að styrkurinn sé veittur til þeirra framkvæmda í
jarðrækt, sem sérstaklega teljast nauðsynlegar. Má í því
sambandi nefna kartöflurækt og yfirleitt garðrækt.
Nú hefir verið gripið til þess með sérstökum lögum, að
verðlauna kartöflurækt sérstaklega, til þriggja ára, og var
sá tími útrunninn nú um þessi áramót og hætta þau því að
verka framvegis, nema þau verði framlengd í einhverri
mynd. Styrkurinn var veittur sem verðlaun fyrir aukna fram-