Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 59
BÚFRÆÐINGURINN
55
fyrst í tvo jafna parta og gróðursetja annan (nema hnaus-
inn sé því stærri, þá er nóg að gróðursetja þriðjunginn).
Hinum hlutanum má nú skipta í smáhnappa, en þó þannig,
að minnst einn frjóhnappur sé á hverjum smáhnaus. Síðan
er hver smáhnaus gróðursettur sérstaklega. Hafi rabarbar-
inn staðið til margra ára á sama stað, t. d. 15—20 ár, þarf
að flytja hann úr stað og gróðursetja á öðrum vel hentugum
stað. En hafi hann staðið miklu styttri tíma, er óþarft að
flytja hann til. f því tilfelli er óþarfi að losa hnausinn allan
upp eins og áður er gert ráð fyrir, heldur má stinga hann
í sundur og losa upp þann hlutann, sem talinn er hæfilegur
til skiptingar og gróðursetningar. Vinningurinn við þetta er
sá, að rætur gamla hnaushelmingsins hafa ekki slitnað og
kemst því enginn verulegur vaxtarkyrkingur í hann, og með
góðum áburði gefur hann eins mikla eða oft meiri upp-
skeru heldur en móðurhnausinn allur gei’ði áður. Með þessari
aðferð hefi ég getað náð góðum plöntum úr tiltölulega fárra
ára gömlum hnausum (3—4 ára), án þess að uppskeran
hafi rýrnað neitt sjáanlega af hnausnum, sem stungið var
úr. Þannig er hægt smátt og smátt að margfalda hnausa-
fjöldann á örfáum árum. Rabarbara má ala upp af fræjum,
og er það sérstaklega gott þar sem jarðhiti er, þar fæst
uppskera samsumars. Eg tel að plönturnar þurfi að standa
í 2—3 ár á fræbeði, áður en þær eru dreifgróðursettar.
Rabarbari þrífst vel í flestum jarðvegi — en þó er sjálf-
sagt að velja hinn bezta: djúpan, myldinn, hæfilega rakan
jarðveg, ef völ er á honum. — Þar sem mikill rabarbari er
ræktaður, er nauðsynlegt að gróðursetja hann í raðir, þannig
að hægt sé að hreinsa hann með hestaverkfærum. Bilið á
milli raða er þá hæfilegt að sé einn metri og álíka milli
plantnanna í röðinni og má þá hreinsa langs og þvers með
hestum. Við gróðursetningu er sjálfsagt að nota taug, svo
að raðir verði reglulegar. Það er mjög mikilvægt, að landið
sé vel unnið áður en gróðursett er, annaðhvort stungið eða
unnið með hestaverkfærum. Þegar nú hver planta er gróður-
sett, er grafin hola, hálfur metri á hvern veg, fyrst kastað
upp úr einni skóflustungu og því næst önnur skóflustunga