Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 126
122
BÚFRÆÐINGURINN
áfram. Var nú „sprett úr spori“ allt til Grænumýrartungu.
Þar sáum við mæðiveikar kindur og voru þær mjög að þrot-
um komnar. Þótti okkur, sem ekki höfðum séð verkanir
veiki þessarar fyrr, þetta harla ljót sjón.
Þá var enn haldið áfram og eigi létt fyrr en í Reykholti í
Borgarfirði. Tók þar á móti okkur Þorgils Guðmundsson
kennari og bóndi á staðnum. Hann sýndi okkur hina frægu
Snorralaug og hveri þá, er notaðir eru til upphitunar skólans.
Þá sýndi hann okkur nýbyggð gróðurhús úr gleri, mjög mikl-
ar og merkilegar byggingar. Var síðan setzt að snæðingi.
Áður en farið var frá Reykholti, stungu menn sér til sunds
í sundlaug skólans og skoluðu af sér ferðarykið. Nú var ný
ákvörðun tekin, sem ekki hafði verið í áætluninni, en það
var að aka til Borgarness og skoða Mjólkursamlagið. Var þetta
mjög til að auka á fróðleik fararinnar og skemmtun. Sig-
urður Guðbrandsson mjólkurbússtjóri skýrði fyrir okkur
starfsemi búsins.
Það var því orðið alláliðið dags, þegar hinu langþráða
marki var náð, Hvanneyri. Var okkur tekið þar með mikilli
rausn og gestrisni. Um kvöldið, er við höfðum matazt, fór
Runólfur skólastjóri með okkur út og sýndi okkur helztu
mannvirki staðarins, þar á meðal fjósið, sem er þar allra
bygginga stærst. Á Hvanneyri gistum við um nóttina og
dvöldum nokkuð fram á næsta dag.
Nú var að því komið, að halda skyldi heim á leið. Var þá
eigi höfð viðdvöl fyrr en að Lækjamóti. Þar tók Jakob Lín-
dal við okkur hið bezta og skýrði í stuttu máli fyrir okkur
hinar merkilegu jarðvegsrannsóknir sínar. Þar á meðal
sýndi hann okkur nýjustu og beztu aðferð við súrstigsmæl-
ingar, hina svonefndu „litbrigðaaðferð". Var þetta, að mín-
um dómi, merkilegasti og lærdómsríkasti þáttur ferðarinn-
ar. Nú var aðeins einn viðkomustaður eftir, kvennaskólinn
á Blönduósi. Og kem ég þá að æfintýralegasta og skemmti-
legasta þætti ferðarinnar, eins og sá síðasttaldi var merki-
legastur.
Með þessari komu okkar í kvennaskólann vorum við að
launa námsmeyjum hans heimsókn, er þær heiðruðu okkur