Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 49
BÚFRÆÐINGURINN
45
Vatn 15,2% (13,8%)
Aska 10,6% (1,7%)
Köfnunarefnissambönd 23,0% (10,0%)
Hráfita 4,4% (4,7%)
Tréni 1,8% (2,7%)
Önnur efni 45,0% (67,1%)
100,0 100,0
Þórir heitinn Guömundsson var byrjaður að rannsaka fóð-
urgildi þangmjöls, en auönaöist ekki að ljúka við þaö að
fullu, en þó mun hann hafa talið líklegt, að reikna mætti
um 1,3 kg í hverri fóðureiningu, en af maís fer 1 kg í fóður-
eininguna. Sé miðað við þessar tölur (en sú fyrri er ekki fylli-
lega nákvæm) og 19 kr. verð á 100 kg af þangmjöli, þá verður
maísinn að kosta innan við 24,70 kr., hver 100 kg, svo að
borgi sig að kaupa hann. En þess ber að gæta, að þangmjölið
er íslenzk framleiðsla.
í haust voru keypt 2 tonn af þangmjöli til Hvanneyrar.
Hefir það verið notað allmikið í fóðurblöndun hér í vetur,
sem hefir verið þannig samsett: y3 þangmjöl, y3 maísmjöl
og i/3 síldarmjöl. Þessi fóðurblöndun hefir reynzt vel, en ekki
hefir þó verið gerð með hana kerfisbundin tilraun. Sumar
kýr hafa látið illa við þangmjölinu, einkum fyrst í haust, en
þær hafa allar vanizt á það. Hér er því að ræða um nýja
innlenda framleiðslu, sem a. m. k. er þess virði, að hún sé
rannsökuð, en ekki kveðin niður með þögn og aðgerðarleysi.
Þeir Sveinbjörn Jónsson byggingameistari, Theodór Jónsson
og Karel Hjörtþórsson hafa haft alla forgöngu þessa nauð-
synjamáls og eiga þeir þakkir skilið fyrir það.
Næst skoðuðum við bú ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Er þar
myndarlegt um að litast, stór og góð búpeningshús og gróð-
urhús. Fengum við og margan fróðleik um búskapinn hjá
ráðsmanni staðarins, Guðjóni Sigurðssyni. Meðal annars sagð-
ist hann flytja hey sitt í hlöðu með svipuðum útbúnaði og
Páll á Steindórsstöðum, og er honum áður lýst 1 Búfræðingn-
um (aðallega 3. árg.). Sleði Guðjóns er þó nokkuð hærri og