Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 116
112
BÚFRÆÐINGURINN
En gallarnir eru auðsæir: Framræslan hefir ekki náð að
verka á jarðveginn, vegna ónógs tíma, jarðvegurinn því ó-
umbreyttur, þar sem rotnun hans og aðrar efnabreytingar eru
aðeins í byrjun, gerlalíf í jarðveginum mjög lítið og óhag-
stætt, þar sem búfjáráburðurinn hefir ekki blandazt jarð-
veginum. Og afleiðingin verður sú, að fíngerðasta sáðgresið
(t. d. smári) deyr út, en í stað þess þróast margskonar ill-
gresi, einkum elfting.
Lækningin við þessu er ný stefna í ræktunarmálum, sú er
áður um getur, víxlræktun. Þessa breyttu ræktunaraðferð
verður að styrkja, og það mjög ríflega. Það er því tillaga mín,
að viðbótarákvæði séu sett um þá styrkveitingu í jarðræktar-
lögin, með sérstakri lagabreytingu.
9. gr. í II. kafla jarðræktarlaganna, málsgrein III. g., hljóð-
ar þannig: „Matjurtagarðar og sáðreitir, ræktaðir úr órækt-
uðu landi eða þýfðu túni kr. 1.80 á 100 m-.“ Þessi málsgrein
orðist þannig: „Matjurtagarðar og sáðreitir, ræktaðir úr ó-
ræktuðu landi eða þýfðu túni, unnir samkvæmt víxlræktun
kr. 5,00 á 100 m'-.“ Og í lok 9. gr. standi: „Styrkur samkvæmt
málsgrein III. g. fyrir víxlræktun, greiðist þannig: % styrks,
eða kr. 3,00, greiðist þegar nytjajurt, annarri en sáðgresi,
hefir verið sáð í landið, og síðan greiðist árlega x/io styrks,
eða kr. 0.50 í næstu 4 ár, á hverja 100 m-, sé landinu haldið
í rækt samkvæmt kröfum þeim, sem settar verða um víxl-
ræktun, en á 5. ári má sá sáðgresi og breyta landinu í tún.
Þá vil ég gera það að tillögu minni, að jarðir, sem notið
hafa hámarksstyrks, njóti styrks áfram samkvæmt þessari
áðurgreindu málsgrein (III. g.) með áorðinni breytingu
um allt að kr. 200.00 á ári. Til vara mætti setja kr. 100.00
á ári.
Eg á ekki von á, að þessar breytingar hefðu í för með sér
neitt verulegar breytingar á heildarstyrkupphæðinni frá því
sem verið hefir, ekki að minnsta kosti fyrstu árin. Styrkurinn
myndi smáaukast. En það sem er aðalatriðið í þessu máli, er
það, að þessar breytingar á jarðræktarlögunum myndu stuðla
að vandaðri ræktun og meiri afrakstri.
Vigfús Helgason.