Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 103
BÚFRÆÐINGURINN
99
„sett hefir met“ í plægingum, en hvað sem um það er, þá er hitt sannast,
að hann hefir reynzt Skagfirðingum hinn þarfasti maður, og mættu
því ungir menn vel fara að dæmi hans.
Svo hefir Björn sagt, að fyrstu árin, sem hann vann að plægingum,
hafi margir litið sig óhýru auga og talið þaö óguölegt aö pína hesta fyrir
plóg. En slíkt myndi enginn segja við hann nú, því að hann er marg-
reyndur að því að eiga valda gripi og fara ágætlega með þá. Hann gefur
þeim kjarnfóður á vorin fram undir slátt, og byrjar á því aftur að
haustinu um fyrstu réttir. Sá er siður Björns, að tala óspart við hesta
sína, er hann er með þeim að vinnu, enda vekur það margra furðu,
hversu fljótir þeir virðast vera að skilja.
í grein um erlendan merkismann er svo að orði komizt: „Hann var
kennari okkar í 40 ár og ræktaði 60 ekrur af landi.“ Fáir eru þjóðnýt-
ari en slíkir menn, þó sjaldan ræði þeir margt um störf sín. Björn
Jónasson kennari og plægingamaður er framarlega 1 flokki þeirra rækt-
unarmanna. Ritstj.
Almennar athugasemdir. Það er álit margra manna, að
framtíð íslenzku þjóðarinnar og afkoma muni mest af öllu
byggjast á moldinni. íslenzka moldin er frjó, um það verður
ekki deilt, og sennilega er það ekki ennþá full reynt, hvað
hún getur gefið, en það verður að hagræða moldinni hyggi-
lega, ef svo mætti að orði komast, róta henni vel og nógu
oft með plóg og herfi, til þess að fá góða uppskeru.
Margar jarðvinnsluvélar hafa flutzt hingar til landsins á
síðari árum. Þær hafa líka kostað mikið í byrjun, og eru
dýrar í rekstri, svo það orkar tvímælis, hvort ekki hefði
verið búmannlegra fyrir okkur fátæklingana að nota hest-
ana okkar til jarðyrkjunnar. Nógir hestar eru til í landinu,
og nóg af atvinnulitlum mönnum, sem ég vona að vilji
vinna einhver nytsöm störf. Vélavinnan hefir líka því miður
ekki komið allsstaðar að þeim notum, sem ætla mætti. Vél-
arnar eiga ekki sök á þvi, heldur þeir, sem hafa látið vinna,
og of víða eru vélaflögin óræktuð að heita má. Veldur þar
um, ef til vill, bæði getuleysi þess, sem látið hefir vinna, og
skortur á áhuga og tækni við jarðræktina. Enginn má taka
orð mín svo, að í þeim felist áfellisdómur til bænda, því að
þeir eiga við erfiðleika að etja, og svo verður að taka tillit
til þess, að þegar stórfelldar umbætur eru hafnar, þá er varla
7*