Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 58
Hugleiðingar um ræktun rabarbara.
Síðan innflutningshömlur hafa verið á ávöxtum, bæði
nýjum og þurrkuðum, hefir aukizt mjög eftirspurnin eftir
rabarbara, bæði eftir leggjunum og eins hnausum til gróður-
setningar. Enda er það eðlilegt, því að rabarbarann má nota
á margvíslegan hátt. Hann getur í allflestum tilfellum komið
í stað ávaxtanna og bætt upp að allverulegu leyti vöntun
þeirra. Það er þess vegna brýn nauðsyn á því, að auka þessa
framleiðslu svo að verulegu muni, og það strax núna á
komandi vori og svo áfram, eftir því sem frekast er unnt.
En hvernig verður því komið við, án þess að heildarfram-
leiðslan á rabarbara, eins og hún er nú, minnki ekki í bili?
Ég geri tæplega ráð fyrir því, að fluttir verði inn rabarbara-
hnausar, enda mælir margt á móti því, t. d. sjúkdómshætta.
Flestir matjurtagarðseigendur hafa nokkra rabarbara-
hnausa í gerði sínum, og eru þeir oft all margra ára gamlir
sumir þeirra, og hafa ekki verið hreyfðir frá því þeir voru
fyrst gróðursettir, og er jafnvel oft al-vallgróið í kringum
þá. Þegar svo er, þá er nauðsynlegt að skipta þeim í sundur
í fleiri hnausa, sérstaklega er þetta nauðsynlegt, þegar rab-
arbarinn er farinn að mynda blómstilka, þ. e. á alþýðumáli
„að hlaupa í njóla“. Bezt er að skipta rabarbara á eftirfar-
andi hátt: Moldin er grafin frá hnausnum með gafli eða
gref (skófla er verri, því að hún sker ræturnar), síðan er
hnausinn losaður og þá sést bezt, hvernig hann er lagaður
og á hvern hátt er haganlegast að skipta honum í sundur.
Má hvorutveggja skera hann í sundur með hníf eða skóflu
ellegar rífa hann í sundur með höndum. Ef nú á að fá svip-
aða uppskeru og áður samsumars, má ekki skipta rabarbar-
anum of mikið eða of smátt. Tel ég því bezt að skipta honum