Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 8
4
BÚFRÆÐINGURINN
Haustið 1911 kom Theódór í Hólaskóla og lauk þar námi
vorið 1913. Var hann heima hjá móður sinni um hríð, unz
hann, vorið 1915, réðst til Sigurðar, fyrrverandi búnaðarmála-
stjóra, er þá hafði forstöðu skóla og bús á Hólum. Var Theó-
dór hjá honum vinnumaður næstu tvö ár. Var fjármaður
á vetrum, en sinnti algengum störfum á öðrum tímum árs.
Vorið 1917 keypti hann Lambanesreyki í Fljótum og hóf þar
búnað. Um það leyti kvæntist hann Ingibjörgu Jakobsdóttur,
frá Illugastöðum á Vatnsnesi, frábærri gáfu- og merkiskonu,
sem lifir enn. Var hjónaband þeirra jafnan hið ágætasta.
Haustið 1919, er Sigurður Sigurðsson hafði nýlega tekið
við forstöðu Búnaðarfélags íslands, og ákveðið var að auka
starfskrafta félagsins, leitaði hann eftir við Theódór, hvort
hann myndi fáanlegur til að takast á hendur ráðunautsstarf
fyrir félagið í hrossarækt og sauðfjárrækt. Varð það úr, að
Theódór réðst til starfsins og brá til utanfárar þegar um
haustiö og dvaldi vetur þann hinn næsta við landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn, til undirbúnings starfinu. Kom
hann heim sumarið eftir og tók þegar við störfum hjá Bún-
aðarfélaginu. Var hann ráðunautur félagsins í hrossarækt
og sauðfjárrækt, unz Páll Zóphóníasson tók að sér sauðfjár-
ræktina, auk nautgriparæktarinnar, árið 1928. Þótt hrossa-
ræktin væri aðalstarf hans til hins síðasta, hafði hann einnig
umsjón og eftirlit með fóðurbirgðafélögunum og gjaldkeri
félagsins var hann þrjú eða fjögur árin síðustu. Hann hafði
lifandi áhuga á starfi fóðurbirgðafélaga og þótti stofnun
þeirra miða hægt. Skrifaði hann margar snjallar og rök-
vissar greinar, þar sem hann hvatti bændur til þessa félags-
skapar og sýndi fram á þýðingu hans, bæði hagfræðilega og
menningarlega.
Hin síðustu missiri hafðiTheódór kennt allverulegrar hjarta-
bilunar, en þó aldrei legið rúmfastur, og gengið að störfum