Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 72
Fóðrun búpenings.
í tveimur síðustu árg. Búfræðingsins hafa birzt greinaflokkar með
þessari yfirskrift, er skólastjórar bændaskólanna hafa ritað. Grein Run-
ólfs skólastjóra, um fóðrun hrossa, er fimmta greinin af ritgerðaflokki
þessum, og því tölusett.
Rétt þykir, að hér birtist grein Ólafs Sigurðssonar ráðunauts, um
minka, og ritgerð Björns Símonarsonar kennara um alifuglarækt.
Ritstj.
VI. Fóðrun hrossa.
Eitt af þeim húsdýrum, sem verið hefir óaðskiljanlegt
hverju byggðu bóli á íslandi síðan á landnámstíð, er hest-
urinn.
Hann er eflaust nær eingöngu fluttur hingað frá Noregi
og mun vera beinn afkomandi fjarðahestsins norska. ís-
lenzki hesturinn er nú almennt talinn sérstákt afbrigði smá-
hesta (ponies).
Um þýðingu hestsins í búskap íslendinga deilir enginn.
Hann hefir líka oft verið nefndur þarfasti þjónn bóndans.
Fram á síðustu áratugi hefir hesturinn verið eina farartæki
íslendinga á landi, bæði til manna- og vöruflutninga.
Aðstaðan er nú að ýmsu leyti breytt. Bifreiðarnar taka
flutninga og dráttarvélar jarðvinnslu. Um þejtta atriði skal
ekki rætt hér, aðeins á það bent, að íslendingar eru ennþá
hrossaauðugasta þjóð í heimi, og ég get tæplega hugsað mér,
að nokkur bóndi haldist hér lengi við búskap í sveit, án
þess að eiga fleiri eða færri hross. Þau ca. 45,000 hross, sem
til eru hér á landi, þurfa allmikið fóður yfir veturinn og
grípur hrossaeign okkar á þann hátt allverulega inn í árlega
afkomu bændanna.