Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 125
BÚFRÆÐINGURINN
121
Verknámsferð.
Eins og venja er til, fór skólastjóri með verknemendur í
skemmtiför í vor. Farið var suður um land, allt til Hvann-
eyrar. Lagt var af stað þann 26. maí kl. 8 árdegis. Áætlunin
var, að komast til Reykja í Hrútafirði þann sama dag, og
var sú áætlun haldin. Viðkomustaðir voru nokkrir. Fyrst
var örlítil viðdvöl á Sauðárkróki, var það einungis til að endur-
nýja aflgjafa farartækisins. Þá var ekið til Reynistaðar. Jón
Sigurðsson bóndi tók við okkur hið bezta, sýndi okkur refa-
bú sitt og einnig handhæga jötugerð í fjósi. Var því þann
veg fyrirkomið, að með einu átaki mátti opna eða loka jöt-
unum öllum í senn. — Síðan var okkur boðið til kaffidrykkju.
Frá Reynistað var haldið áfram ferðinni þar til komið var
í Varmahlíð, en þar býr Vigfús Helgason kennari okkar. Sýndi
hann okkur sína merkilegu matjurtagarða, sem hitaðir eru
með hverahita. Liggja um þá pípur þvers og langs, með sjóð-
andi hveravatni. Þetta „æðakerfi" hefir miklar verkanir á
uppskeruna.
Þá var haldið dvalalítið til Biönduóss. Þá var Víðimýrar-
kirkja skoðuð, sem fræg er sakir aldurs síns, og gengið var
á Arnarstapa, sem líkist risavaxinni vörðu á vinstri hönd
vegarins, þá farið er vestur Vatnsskarð. Þaðan er mjög góð
útsýn yfir Skagafjarðarhérað.
Á Blönduósi var hin dýrmæta orkulind bílanna okkar að
þrotum komin, og var hún því endurnærð. Eigi var hér til
setu boðið, áfram var haldið. Nú var tekinn krókur á leið-
ina og ekið suður Vatnsdal. Má vafalaust telja hann eina
af fegurstu sveitum lands vors. Svo vel tókst líka til, að Ágúst
Jónsson bóndi á Hofi í Vatnsdal slóst í förina á Blönduósi,
og gerði það okkur förina eftir Vatnsdalnum miklum mun
ljósari og skemmtilegri. Þegar við höfðum fullnægt forvitni
okkar í Vatnsdalnum, héldum við krókalaust til náttstaðar,
Reykja í Hrútafirði. Notuðu nú allir sér dýrmætasta gimstein
skólanna okkar, — sundlaugina, — enda var ekki vanþörf á
að skola sig eftir erfiði dagsins.
Árla morguns þess 27. var risið úr rekkju og ferðinni haldið