Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 46
42
BÚPRÆÐINGURINN
Á Reykjum er stórt og gott fjós, hitað upp með hverahita,
og mun það vera sjaldgæft hér á landi.
Frá Reykjum var haldið til Blikastaða. Því miður var
Magnús Þorláksson ekki heima (var í siglingu) og söknuðum
við þess. Þar er margt að sjá og skoða. Þegar hann keypti
jörðina 1909, var hún reitingskot, en nú er þar tún, sem
fóðrar um 50 nautgripi, myndarlegt kúabú (milli 40 og 50
mjólkandi kýr), nauðsynlegar vélar og verkfæri og miklar
byggingar. Einkum þótti okkur athyglisverður útbúnaður
Magnúsar við innlátningu heys. Eru hlöðurnar þannig út-
búnar, að eftir þeim endilöngum í veggjahæð er brú, sem
aka má eftir, og stórar dyr á göflum þeirra. Er ekið inn um
aðrar, en út um hinar. Má stanza með heyvagninn, hvar á
brúnni, sem er, og bylta heyinu af honum niður í gímaldið
fyrir neðan. Er þetta bæði fljótlegt og auðvelt.
Næst komum við að Korpúlfsstöðum. Ráðsmaðurinn, Stefán
Pálmason, sýndi okkur byggingar, nautgripi, verkfæri og tún.
Túnin gefa af sér 7—8 þúsund hesta, en allur heyskapur á
búum Thor Jensens mun geta numið allt að 12 þúsund hest-
burðum. Þarf ekki að taka það fram, að þarna er rekið lang
stærsta bú landsins. Á Korpúlfsstöðum eru hátt á 3. hundrað
nautgripa, en auk þess á Thor Jensen nokkra tugi á Mels-
húsum, þannig að samtals mun nautgripaeign hans vera tals-
vert á 4. hundrað. Aðalfjósið á Korpúlfsstöðum tekur 160
nautgripi. Yfir því öllu er hlaða með votheysgryfjum og er
öllu heyi ekið þangað á bílum. Á Korpúlfsstöðum sáum við
allmikið af verkfærum, og er sumt af þeim óvíða til annars
staðar hér á landi, t. d. þúfnabanar, vélar til að setja með
kartöflur og taka þær upp og fleira.
Hinn fyrsti dagur verknámsfararinnar var nú á enda runn-
inn. Var nú ekið beint til Reykjavíkur, komið þangað kl. 7—8
um kvöldið og gist þar næstu nótt. Gátu flestir okkar horfið
þar til ættingja eða vina.
Næsta dag kl. 8 að morgni var lagt af stað til Vífilsstaða.
Ríkið á jörðina og búið. Er því stjórnað af hinum þekkta,
áhugasama bústjóra, Birni Konráðssyni. Sýndi hann okkur
búskapinn, en eftir það þágum við morgunkaffi, þvi að þegar