Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 129
125
BÚFRÆÐINGURINN
eru kynblendingarnir hraustir og harðgerðir og lítt kvilla-
samir. Að sumrinu sjást þeir oft sér i hóp, þá venjulega í
bröttum fjallshlíðum eða klettum.
Hreinkynja karakúlféð er alltaf sér í húsi, þegar um inni-
veru er að ræða. Um haustið, þegar það kom hingað, var
það sett í kofa, alveg fráskilinn öðrum peningshúsum, og þar
hefir það jafnan verið síðan, kaldari tíma ársins.
Stofninn hefir tímgazt innbyrðis, þ. e. ærnar hafa fengið
við hreinkynja hrútum. Venjulega bera þær að vetrinum, og
þá oftast um áramótin. Lömbin eru stór, og fljótari en íslenzk
lömb að átta sig á baráttunni fyrir lífinu. Viku gömul fara
þau að standa upp við jötu og þefa í hey. Á belginn eru þau
gljáandi og lokkarnir leggjast í fallega hringi (krullur), en
fegurst eru þau þó að öðru jöfnu tveggja sólarhringa gömul.
Nýborin vega karakúllömbin frá 4—6 y2 kg.
Viðhaldsfóður virðist karakúlféð þurfa svipað og íslenzka
féð. Frá þessu er þó undantekning með lambær þær, sem
bera að vetrinum. Þær þurfa eðlilega meira og kjarnbetra
fóður, sérstaklega síðustu mánuði meðgöngutímans og meðan
lömbin eru að stálpast. Fá þær venjulega töðu, auk kjarn-
fóðurs. Hefir reynzt vel að gefa þeim síldarmjöl og hafra-
mjöl, blandað saman jöfnum hlutum, 50—60 gr pr kind, eftir
ástæðum. Með þessu viðurværi hafa ærnar í öllu falli haldið
holdum og komið lömbum á legg.
Karakúlær verða hér aldrei tvílembdar, hvorki hreinkynja
né blendingar.
Yfir sumartímann er hreinkynja féð venjulega geymt í
girðingu hér nærri. Síðastliðið sumar var því þó sleppt á fjall.
Fór það lítið í burtu og var alltaf í hóp. Það er óeirið í haga og
rásar mikið. Helzt hefir það viðdvöl í bröttum brekkum og
hólum. Virðist það vera ríkjandi þáttur i eðlinu að klífa
brattlendi, og nær það einnig til blendinganna, eins og áður
er getið.
Af þeim 7 kindum, sem hingað komu, eru nú 2 eftir, annar
hrúturinn og ein ær. Hinn hrúturinn og ein ærin fórust af
slysförum. Tveim ánum var slátrað, áttu ekki lömb. Sú seinni
var drepin síðastliðið sumar, hafði hún 26y2 kg kroppþunga,