Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 69
BÚFRÆÐINGURINN
65
form. En sá galli er á því, og öðrum slíkum formum, er ég
hefi séð, að þar er enginn dálkur fyrir viðskiptareikninga.
Nú er það mjög svo algengt hér á landi, að vörur og ann-
að er „tekið út í reikning" sem kallað er. Það er ekki greitt
um leið og tekið er út, heldur síðar eða þá fyrr, ef um inneign
er að ræða. Og greiðslan getur þá ýmist farið fram í pen-
ingum eða með vörum. Slík viðskipti verða ekki færð í sjóð-
reikning, því að þar á ekki að færa annað en bein peninga-
viðskipti. í sambandi við sjóðreikninginn er því nauðsynlegt
að hafa viðskiptareigning, og færa í hann jöfnum höndum við
sjóðreikninginn, eftir því sem við á.
í formi því, sem hér fer á eftir, hefi ég skotið viðskipta-
reikning inn í sundurliðað sjóðreikningsform. Það gerir
tiltölulega litla breytingu á notkun formsins og get ég því
að mestu leyti vísað til Búnaðarritsins, þeim er kynnu að
hafa áhuga fyrir að nota svona form. Það skal tekið fram,
að svona form fæst ekki prentað, og verða menn því að strika
það sjálfir. En ég vil til frekari skýringar nefna nokkur
dæmi um, hvernig formið er notað:
Færslan byrjar ávallt með: „í sjóði“ og færist það sem
tekjur á sjóðreikning:
1) Keypt föt fyrir peninga. Það færist gjöld á sjóðreikning
og í dálkinn fatnaður í sundurliðuðum gjöldum.
2) Keyptar bækur út í reikning. Það færist gjöld á við-
skiptareikning og í dálkinn bækur i sundurliðuðum gjöldum.
Færist einnig í viðkomandi reikning í höfuðbók.
3) Lagðir peningar í sparisjóð. Færist gjöld hjá sjóðreikn-
ingi, tekjur hjá viðskiptareikningi. En jafnframt þarf að
færa þessa upphæð í viðskiptareikning sparisjóðs í höfuð-
bók, svo að ávallt sjáist, hvernig reikningar standa við spari-
sjóðinn.
4) Tekið á móti vinnulaunum í peningum. Færist tekjur
hjá sjóði og í dálkinn vinnulaun í sundurliðuðum tekjum.
5) Lagðir inn dilkar fyrir 100 kr., þar af helmingur greitt
í peningum. 100 kr. færast tekjur hjá viðskiptareikningi
og í dálkinn sauðfé í sundurliðuðum tekjum, en jafnframt
5