Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 64
60
BÚFRÆÐINGURINN
margskonar bætiefni, og hefir fjölbreytt næringargildi aS
bjóða.
Á garðyrkjusýningunni, sem haldin var hér í Reykjavík
á síðastliðnu sumri, þá átti ég tal við fröken Helgu Sigurðar-
dóttur um þessi rabarbarablöð, og sagði hún að þau væru
mjög vel nothæf, enda hafði hún niðursoðin blöð til sýnis
og smekks.
Ennfremur hefi ég minnzt á þetta við Sigurð Sigurðsson,
fyrrverandi búnaðarmálastjóra, og sagðist hann ekki hafa
athugað þetta mál frá þessari hlið, en taldi mjög líklegt, að
skoðun mín væri rétt. Þeir, sem ferðast um landið, til ýmis-
legra athugana og leiðbeininga, ættu ekki síður að útbreiða
þekkingu almennings á að nota þessi rabarbarablöð en annað
kálmeti.
Það mun láta nærri, að blöðin séu ca. 20—25% af þunga
rabarbarans. Þegar hvert kg er selt hér í Reykjavík og víðar
frá 60 til 90 aura má sjá, hversu miklu verðmæti er
hent af hverri rabarbaraplöntu, þegar hún gefur af sér ca.
iy2—21/2 kg af leggjum eða allt að kr. 2,00 hver rabarbara-
hnaus, aðeins leggirnir, þá má bæta við það 40—50 aurum,
er blöðin mundu gefa.
Sá, sem hefir yfir að ráða 100 rabarbarahnausum, kastar
á þennan hátt 40—50 króna verðmæti.
Mætti þessi litla bending verða til þess, að fleiri fari nú
hér eftii að nota betur rabarbarann, þá er tilgangi mín-
um náð.
Tryggvi Á. Pálsson.