Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 63
Um rabarbara,
Rabarbari er sú nytjajurt, sem einna mest er sótzt eftir
nú á þessum tímum, til allskonar sultugerðar og annarar
niðursuðu.
Þessi jurt getur líklega vaxið yfirleitt allsstaðar hér á
landi, sé jarðvegur vel undir búinn, staður fyrir hann vel
valinn og nægur áburður o. fl„ sem nauðsynlegt er að gæta
með ræktun allra jurta og garðávaxta.
Það er ekki ætlun mín að fara að rita um ræktun rabar-
bara, hvorki um tegund eða ræktunaraðferðir, til þess er
fjöldi manna mér færari, þeir sem hafa leiðbeiningastarfsemi
í búnaðarmálum með höndum.
Það, sem ég vildi vekja athygli á og ég hefi ekki orðið var
við, að hafi verið getið opinberlega, er það, að rabarbarinn,
sem er orðinn mjög dýr nytjajurt, er að mínu áliti ekki not-
aður sem skyldi. Ég hefi ekki orðið var við að rabarbara-
blöðin hafi verið notuð til manneldis almennt. Ég hefi veitt
því eftirtekt, að víða þar sem ég hefi farið um landið og
eins hér í Reykjavík, þá hafa rabarbarablöð legið í hrúg-
um í görðunum, sem auðsjáanlega hefir ekki átt að nota.
Mér datt í hug nú fyrir nokkrum árum, hvort ekki gætu
verið nothæf rabarbarablöðin, bæði í sultu og grauta, eins og
leggirnir. Hefi ég nú reynt þetta á ýmsa vegu og virðist mér
þeir mjög vel nothæfir og að ýmsu leyti sízt lakari en legg-
irnir, t. d. til grautargerðar.
Þegar leggirnir og blöðin eru soðin saman, þá verður
maukið grænna og bragðsterkara, en mér finnst það alveg
jafngott. Þó mun þurfa heldur meiri sykur.
Eins mætti athuga það, að öll blaðgræna hefir í sér