Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 99
BÚFRÆÐINGURINN
95
að skilja orð um leið og hann er æfður á þessu, t. d. „hægri“,
„vinstri“, „snú“, þegar snúa á við, „bak“, þegar ganga á aftur
á bak, „fram“, „kyrr“. Orðin þarf að nefna hátt og skýrt
Gegni hesturinn ekki strax, á að endurtaka orðið, hækka
róminn og vera byrstari.
Ef hestinum gengur vel að læra þetta, á æfinlega að láta í
ljós velþóknun sína, t. d. með því að ganga fram með honum,
strjúka á honum snoppuna og tala hlýlega við hann, en sér-
staklega er hann þakklátur ef honum er klórað milli kjálk-
anna framantil. Það er mjög góð regla, að viðhafa svona at-
lot við hestana við og við á hvíldarstundum, þegar dráttur er
erfiður, t. d. við plægingu, herfun og vélslátt.
Sýni hesturinn óþægð eða jafnvel þráa, verður að refsa
honum, er það bezt gert með einu vel útilátnu höggi með góðri
svipu.
Ef hesturinn er viðkvæmur eða hræddur, er sjálfsagt að
keyra hann fyrst með vönum dráttarhesti, en báðir þó laus-
ir. Grundvallaratriðiö er það, að hesturinn skilji að hann á
að hlýða skilyrðislaust og helzt með góðu.
Efalaust er bezt að teyma og venja hrossin ung. Arabar
byrja strax á folöldum að teyma þau og kenna að skilja orð
og bendingar. í Svíþjóð sá ég bónda uppi í Dölunum koma
akandi til bæjarins; hafði hann folaldshryssu fyrir vagnin-
um og keyrði folaldið með. Hljóp það utan við annan vagn-
kjálkann og var tyllt við móður sína með múl. Það gefur að
skilja, að þetta er bezta tamningin, en því miður verður henni
ekki við komið, að minnsta kosti ekki í aðal-hrossaræktunar-
sveitunum, þar sem flestar stóðhryssurnar eru lítið eða ekki
tamdar.
Að taka ungan hest, óvanan allri keyrslu og stjórn og
þvæla honum áfram fyrir þungum drætti, er ákaflega óvit-
urlegt, og getur undir sumum kringumstæðum hálf eyðilagt
hestinn þannig, að hann ofreynist og verði hjartveikur, sem
kallað er, og þá um leið fælinn eða varasamur í brúkun.
Þann sið á ætíð að hafa að leggja á hestana aktýgin, þar
sem þau eru geymd, þræða keyrslutaumana í þau og smella