Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 60
56
BÚFRÆÐINGURINN
losuð, eða rúmlega það. Þá er tekinn búfjáráburður, hér um
bil 3 fullar skóflur, og honum blandað saman við moldina,
bæði þá sem er í holunni og eins hina, sem mokað var upp
úr. Einnig er gott að blanda saman við moldina 2 hnefum
af nitrophoska. Sé hann ekki til, má auka búfjáráburðinn.
Þá má byrja að gróðursetja, skal greitt úr rótum plöntunnar
svo að þær dreifist sem mest um moldina og þess vandlega
gætt, að heildarstefna rótaranganna sé alltaf niður á við.
Moldinni er þjappað vel að rótunum, bezt að troða hana með
fótunum. Að lokinni gróðursetningu skulu frjóhnappar lítið
eitt huldir moldu og yfirborð holunnar lítið eitt ávalt. Síðan
er gott að strá einum hnefa af saltpétri yfir, en gæta þess
að strá ekki á frjóhnappana. Að sumrinu er þetta endur-
tekið nokkrum sinnum, einkum eftir að illgresi hefir verið
hreinsað og leggir teknir. En varast skal að láta saltpéturinn
falla á blöðin, þó má hrista blöðin svo að hann falli af að
mestu leyti.
Gróðursetja ber rabarbara snemma að vorinu, áður en blöð
fara að vaxa, ef hægt er vegna klaka í jörðu. Eg hefi
gróðursett að haustinu og hefir það heppnazt vel. Gömul og
góð venja er að þekja yfir rabarbarann að haustinu með
kúamykju. Að vorinu er mykjuskánin tekin og mulin niður á
milli hnausanna, ásamt meiri áburði. Sjálfsagt er að molda
áburðinn niður með því að stinga moldina milli hnausanna,
sé ekki hægt að koma við hestaverkfærum (plóg eða hreyki-
plóg). Rabarbarinn er mjög áburðarfrekur, svo að varla er
hægt að gefa honum of mikinn áburð, nema þá helzt við
gróðursetningu, að hann getur brennt, sé áburðinum ekki
nógu vel blandað saman við moldina. Ekki er nauðsynlegt
að vanda til áburðarins, því að yfirleitt má nota allan rusl-
áburð sem til fellst, enda þótt fullt sé af illgresisfræjum í
honum, því að auðvelt er að ráða við illgresið 1 rabarbara-
reitnum með arfasköfum og arfahreinsurum. Einna verst
er að ráða við þann arfa, sem vex upp í sjálfum hnausnum,
verður að rífa hann burt með hendinni og hreykja síðan
mold með öðrum fætinum vel yfir hnausinn. Eg hefi notað
eingöngu verksmiðjuáburð á rabarbara og heppnazt vel. —