Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 8

Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 8
4 BÚFRÆÐINGURINN Haustið 1911 kom Theódór í Hólaskóla og lauk þar námi vorið 1913. Var hann heima hjá móður sinni um hríð, unz hann, vorið 1915, réðst til Sigurðar, fyrrverandi búnaðarmála- stjóra, er þá hafði forstöðu skóla og bús á Hólum. Var Theó- dór hjá honum vinnumaður næstu tvö ár. Var fjármaður á vetrum, en sinnti algengum störfum á öðrum tímum árs. Vorið 1917 keypti hann Lambanesreyki í Fljótum og hóf þar búnað. Um það leyti kvæntist hann Ingibjörgu Jakobsdóttur, frá Illugastöðum á Vatnsnesi, frábærri gáfu- og merkiskonu, sem lifir enn. Var hjónaband þeirra jafnan hið ágætasta. Haustið 1919, er Sigurður Sigurðsson hafði nýlega tekið við forstöðu Búnaðarfélags íslands, og ákveðið var að auka starfskrafta félagsins, leitaði hann eftir við Theódór, hvort hann myndi fáanlegur til að takast á hendur ráðunautsstarf fyrir félagið í hrossarækt og sauðfjárrækt. Varð það úr, að Theódór réðst til starfsins og brá til utanfárar þegar um haustiö og dvaldi vetur þann hinn næsta við landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn, til undirbúnings starfinu. Kom hann heim sumarið eftir og tók þegar við störfum hjá Bún- aðarfélaginu. Var hann ráðunautur félagsins í hrossarækt og sauðfjárrækt, unz Páll Zóphóníasson tók að sér sauðfjár- ræktina, auk nautgriparæktarinnar, árið 1928. Þótt hrossa- ræktin væri aðalstarf hans til hins síðasta, hafði hann einnig umsjón og eftirlit með fóðurbirgðafélögunum og gjaldkeri félagsins var hann þrjú eða fjögur árin síðustu. Hann hafði lifandi áhuga á starfi fóðurbirgðafélaga og þótti stofnun þeirra miða hægt. Skrifaði hann margar snjallar og rök- vissar greinar, þar sem hann hvatti bændur til þessa félags- skapar og sýndi fram á þýðingu hans, bæði hagfræðilega og menningarlega. Hin síðustu missiri hafðiTheódór kennt allverulegrar hjarta- bilunar, en þó aldrei legið rúmfastur, og gengið að störfum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.