Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 33
Líkleg hernaðaráætlun DV-feðga
Ef Fréttablaðið mun taka verulegan lestur af
Morgunblaðinu mun það koma fram í lestrar-
könnunum og koma Fréttablaðinu og DV í hag í
auglýsingatekjum. Þetta er örugglega hernaðar-
áætlun DV-feðga með því að hefja útgáfu á
Fréttablaðinu á tíma nokkurs skjálfta á fjöl-
miðlamarkaðnum.
Eyjólfur Sveinsson, framkvœmdastjóri Frjálsrar jjölmiðlunar og útgájustjóri DV, er aðaldriffjöðurin í því að koma Fréttablaðinu á laggirnar. Ljóst er að
DV-feðgar eru að taka býsna mikila áhœttu ogsvo gæti hœglega farið að DVyrði mest allra fjölmiðla fyrir barðinu á Fréttablaðinu.
ð misstíga sig?
Flestir telja að...
... meginþorri þeirra, sem eru bæði áskrifendur að Morg-
unblaðinu og DV, segi við sig: „Við erum með áskrift að
Mogganum og DV og fáum Fréttablaðið ókeypis á morgn-
ana. Dugir ekki að vera bara með Moggann áfram og fá
Fréttablaðið frítt? Komumst við yfir meira?“
Aðrir telja að...
... Morgunblaðið eigi eftir að finna fyrir Fréttablaðinu,
þ.e. að hópur áskrifenda segi sem svo: „Fyrst við fáum
Fréttablaðið frítt á morgnana eigum við þá ekki að láta
það duga - en hafa DV áfram í áskrift síðdegis?"
400 milljóna dæmi
Frjáls verslun áætlar að útgáfa Fréttablaðsins kosti ekki
undir 400 milljónum á heilu ári. Það þýðir að blaðið þarf
að fá 6-7 heiisíður af auglýsingum í hvert blað miðað við
að auglýsingasíðan verði seld á 250 þúsund krónur - með
öllum afsláttum (1,5 til 1,7 milljónir í auglýsingatekjur á
dag) og út komi 250 blöð á ári - til þess eins að ná inn
fyrir kostnaði.
APRtL 2.001
F RETTABL AÐIÐ
Þeir stýra Fréttablaðinu. Frá vinstri: Einar Karl Haraldsson, ritstjóri
Fréttablaðsins, Pétur Gunnarsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, og Gunnar
Smári Egilsson, ráðgjafi útgefanda. Gunnar Smári verður eins konar
vöndur á allt starjslið blaðsins ogmun setja sírenurnar ígang verði hvikað
frá viðskiptahugmyndinni.
33