Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 41
JÓHANNES í BÓNUS í YFIRHEYRSLU
Baugur er á góðri leið með að verða alþjóðlegt
stórjyrirtæki með útibú um víða veröld, hundruð
milljóna dollara i veltu ogþúsundir manna í vinnu.
„Efþetta gengur alltsaman eftirþá erþað algjört
œvintýri og rosalega sþennandi að fylgjast með því, “
segir Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus.
ú hefur verið harður talsmaður þess að hafa frjálsan inn-
flutning á kjötvöru en nú hafa tveir alvarlegir sjúkdómar
komið upp erlendis í tengslum við lq’öt. Ertu enn sama
sinnis?
„Ég hef viljað iijálsan innflutning á kjötvöru en við eigum að
sjálfsögðu ekki að ógna íslenskum landbúnaði með því að
flytja inn kjötvörur frá hættusvæðum. Okkur mun nú seint
takast að hefta ferðir farfuglanna þannig að viss hætta á smiti
er alltaf fyrir hendi. Verslanir okkar í Færeyjum flytja inn allt
sitt nautakjöt og mikið af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi. Þar
hafa engir sjúkdómar verið. Þá hafa þær flutt inn svínakjöt og
fugla frá Svíþjóð. Islenskt samfélag þurfti á þessum innflutn-
ingi að halda til að opna augu fólks fyrir þeim verðmun sem
var á íslenskum markaði og því sem gerist meðal nágranna-
þjóðanna. Þegar ég var að berjast í þessu var kílóverð á
kjúklingum 600 krónur, nú er það oft 250 krónur á tilboði og
svínakjötið fer hraðlækkandi. Umræðan varð til þess að menn
fóru að hugsa meira um þessi mál, fyrirtækin fóru að stækka
og verða samkeppnisfærari.“
- Ertu fylgjandi frjálsum innflutningi ef gripið er til viðeigandi
heilbrigðisráðstafana?
,Já, með þeim fyrirvara sem þú nefnir. En ég vil annars ekk-
ert vera að ræða um innflutning þegar slíkt ástand geisar í ná-
grannalöndunum sem nú er. Við eigum að fara mjög varlega
í vörutegundir sem geta borið smit meðan veikin gengur yfir
eða þar til lyf finnast gegn þessum vágesti. Það beinir athygl-
inni að annarri þróun þess vöruverðs sem íslensk heimili búa
við. Þar tel ég að við hjá Baugi getum borið höfuðið hátt. Is-
lendingar notuðu 23% af ráðstöfunartekjum heimilanna til
dagvöruinnkaupa 1988, í dag eru það 14-15%. Þetta er ekki
síst afrakstur af þeirri stórauknu hagræðingu sem því fylgir
að einingar í verslun hafa verið að stækka. Islenskir neytend-
ur hafa því virkilega notið góðs af þeirri þróun sem hér hefur
orðið. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir það. Bænd-
ur hafa sömuleiðis tekið sig á og kominn er verksmiðjubú-
skapur í kjúklinga-, eggja- og svínarækt.“
- Úrskurður Samkeppnisstoftiunar. Skýtur ekki skökku við að
þegar þið þurfið að selja fimm lyfjabúðir getið þið strax keypt
nýjar daginn eftir?
„Mér finnst þessi úrskurður ekki sanngjarn. Þarna er opinber
stofnun að búa til kvarða eftir huglægu mati embættismanna
á því hvenær fyrirtæki er orðið of stórt. Ég er búinn að búa
við höft og skammtanir ffá því ég byrjaði í verslun sem ung-
ur maður og faðir minn þar á undan. Það voru innflutnings-
hömlur og verðlagshömlur, nú eru það samkeppnishömlur.
Allt hefur leitað sér jafnvægis án hjálpar hins opinbera. Sem
betur fer höfum við nú Afrýjunarnefnd. Kannski hefði þurft
að vísa lyfjamálinu fyrir Afrýjunarnefnd eins og Odda-Guten-
berg málinu og Landsbanka-Búnaðarbankamálinu.
í þessu lyfjamáli misstum við af góðu tækifæri erlendis því
við vissum ekki hvort af samrunanum gæti orðið. Það var
tækifæri sem hefði getað komið íslenskum neytendum til
góða með lægra vöruverði. En embættismenn Samkeppnis-
stofnunar munu aldrei þurfa að standa neytendum reiknings-
skil gerða sinna. Þeir fá bara sín laun og eftirlaun og þurfa
ekki að hafa áhyggjur af því þó tækifæri glatist."
- Er Samkeppnisstofnun óþörf?
„Samkeppnisstofnun hlýtur að þurfa að sanna að stóru ein-
ingarnar skaði hagsmuni almennings. Lægsta verð næst þar
sem mestrar hagkvæmni nýtur í rekstri og þar getur stærðin
skipt höfuðmáli. Leiðandi fyrirtæki í íslenskri smásöluversl-
un eru með reikninga sína tiltölulega opna. Upplýsingar sem
liggja fyrir um meðalálagningu þeirra og almennt um þróun
vöruverðs gefa ekki til kynna að þau hafi misnotað aðstöðu
sína.“
- Hver er þinn draumur í þessum málum?
„Ég geri enga athugasemd við að opinber eftirlitsstofnun
fylgist með því að fyrirtæki misnoti ekki stærð sína eða stöðu
en ég vil ekki hafa embættismenn í einhverjum lögguleik
sem heftir eðlilega þróun vel rekinna fyrirtækja, án rökstuðn-
ings. Almenningur hefur komið til okkar vegna þess að við
höfum staðið okkur betur en hinir. Neytendasamtökin vilja
eðlilega hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi en þeir
byggja ekki alltaf á nógu traustum staðreyndum. Ef hugtakið
umboðsmaður neytenda yrði að veruleika gæti hann fylgst
með því að neytendur væru ekki misnotaðir vegna sterkrar
stöðu einstakra fyrirtækja."
- Baugur hefur staðið í stórfelldri útrás undanfarin misseri.
Hvernig kom það til?
„Hún hófst með því að Bónus fór árið 1993 í samstarf við
Jákup Jacobsen, eiganda Rúmfatalagersins, í Færeyjum og
keypti helminginn af matvöruverslun sem hann hafði rekið
þar. Fyrir tveimur árum keyptum við okkur inn í fyrirtæki í
Færeyjum sem heitir SMS og á stóra verslunarmiðstöð í
Þórshöfn. Þar með fóru hjólin að snúast. I maí voru komnar
flórar Bónus-búðir og þijár Miklagarðsbúðir í Færeyjum. Við
rekum líka bakarí, kjötvinnslu og blómabúð.
Jim Shafer, Bandaríkjamaður sem hafði unnið hjá Wal-
Mart í Bandaríkjunum, var við störf í Taílandi þegar við
ákváðum að ráða hann til okkar hér á íslandi. Hann á tvö börn
í Bandaríkjunum og vildi ekki vera mikið lengur eriendis.
Þegar hann hafði unnið hjá okkur þetta eina ár þá vildum við
hafa hann lengur. Hann sættist á að vera hálft ár í viðbót með
því skilyrði að hann fengi að nota Bónus-lógóið okkar í
Bandaríkjunum ef hann vildi stofna verslunarfýrirtæki þar.
Okkur fannst fjarri lagi að við myndum nokkurn tímann
þurfa á lógóinu að halda en vildum hafa möguleika opinn að
41