Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 43
JOHANNES í BÓNllS í YFIRHEYRSLU
um árum. Við urðum að versla við Mjólkursamlagið og þeg-
ar maður ætlaði að semja um greiðslukjör var vísað á ijár-
málastjóra Kea sem einnig var íjármálastjóri Nettó, sam-
keppnisaðila okkar. Við höfðum ekki áhuga á að vinna í því
umhverfi. I dag er búið að brjóta Kea upp í hlutafélög. Þegar
okkur bauðst síðar gott húsnæði á góðum stað þá slógum við
til. Staðurinn er frábær og blasir við öllum sem koma til Ak-
ureyrar úr vestri."
- Var það auglýsingabragð að flytja norður?
„Eg man ekki hvort kom á undan, hænan eða eggið. Um
páskana í fyrra fórum við á skíði norður. Eg var búinn að leita
lengi að sumarafdrepi. Mér líkaði mjög vel fyrir norðan og þá
kom upp sú hugmynd að kaupa hús á Akureyri og slá tvær
flugur í einu höggi, geta notað það sem vetrarparadís með
ijallið nánast í garðinum og fallegustu sundlaug sem hægt er
að hugsa sér. Eg á mitt lögheimili fyrir norðan og stefni á að
vera þar mikinn hluta ársins. Við eigum líka mikilla hags-
muna að gæta á Akureyri. Þar eru verslanir 10-11, Hagkaups
og Bónuss og þó að ég skipti mér ekkert af þessum rekstri
dags daglega þá nýt ég þess sem kaupmaður að hitta við-
skiptavini okkar og heyra skoðanir þeirra. Fólk getur alltaf
náð í mig í síma allan sólarhringinn. Ef maður ætlar að eiga
viðskipti við alla þá verður maður að geta talað við alla.
- Af hverju er Bónus strax orðinn þátttakandi í átaki til að fá
ferðamenn norður?
„Það varð til félagsskapur tíu fyrirtækja í fyrra sem sammælt-
ust um að reyna að koma Akureyri á kortið í ferðamálum. Það
tókst ágætlega þó betur mætti gera. Eg fór að ræða þetta við
einn af forsprökkunum í vetur og nefndi m.a. að þegar fjallið
var fullt af snjó í fyrra þá komu alltof fáir að njóta þess. Á hót-
elunum var lítið að gera. Þetta leiddi til þess að ég var feng-
inn með í þessa vinnu. Okkar fyrirtæki er nú aðili að þessu
enda er það hagur okkar verslanaeigenda að sem flestir komi
til Akureyrar og njóti þess að vera þar. Það hefur sýnt sig að
salan í þessum rekstri vex í takt við það að ferðamanna-
straumur eykst norður."
- Hefur þú miklar taugar norður?
„Við rekum þessi fyrirtæki fyrir norðan og ég bý þar stóran
hluta ársins. Mér líður vel þar og hitti margt fólk. Mér finnst
ánægjulegt að sjá hvernig almenningur upplifir lífið á Akur-
eyri eftir Kea. Það er eins og fólk sjái Ijósið og miklu bjartara
sé framundan."
- Er mikill vöxtur framundan á þessu svæði?
„Ég held að það eigi eftir að verða „inn“ að fólk flytjist þang-
að og dveljist þar. Alveg eins og í Bandaríkjunum. Þegar
Bandaríkjamenn eldast flytja þeir gjarnan til Flórída þar sem
hitinn er meiri. Mér líður óskaplega vel á Akureyri. Ég er
tvær mínútur að aka í Bónus og þrjár mínútur út á flugvöll.
Það er fallegt í Eyjafirði og mannlífið á allt öðru og minna
streitustigi. Það kæmi mér ekki á óvart þó Akureyri ætti eftir
að verða eftirsótt aðsetur fyrir fólk á öllum aldri, sem vill njóta
kyrrðar, veðursældar og náttúrufegurðar.“S!l
Tíminn er ekki afstæður
* | I £ .
Tíma- og viðverukerfi Hugar
(Sýnir viðveru og fjarveru starfsmanna svo sem orlof og veikindi
,Reiknar nákvæmlega vinnutíma skv. skilgreindum reiknireglum
(Býr yfir öflugri vaktaskráningu og fjölbreyttri skýrslugerð
(Getur skilað gögnum til flestra launakerfa
(Öflugt tæki til að skrá verkþætti og fylgjast með launakostnaði
(Þrautreynt hjá hundruðum fyrirtækja og stofnana
H U G U R
www.hugur.is TST 540 3000
43