Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 45

Frjáls verslun - 01.03.2001, Page 45
Árið 2000 var einstak- lega gott hjá Spv og var Lífsval SPU býður upp á þægilega sparnaðarleið sem tekur við viðbótarframlagi í lífeyrissjóð og hefur gefið einna bestu ávöxtun á viðbótarlífeyrissparnaði sem hægt er að fá á sambærilegum reikningum á markaðnum. FU-myndir: Geir Ólafsson hagnaður eftir skatta 908,9 milljónir en var 200 milljónir árið 1999 og hefur því vaxið milli ára um 354,5%. greiðar leiðir að starfsfólki sem ávallt er boðið og búið að veita þeim aðstoð og ráðgjöf. Því hefur Spari- sjóðurinn nú ákveðið að stækka við sig og á döfinni er að opna nýtt útibú í Árbæ. Besta árið frá upphafi „Afkoma Sparisjóðs vélstjóra á árinu 2000 var sú langbesta í þrjátíu og níu ára sögu sparisjóðsins," segir Jóhanna Marta. „Hefur Spv oft á tíðum sýnt framúrskarandi hagnað en árið 2000 var einstaklega gott og var hagnaður eftir skatta 908,9 milljónir en var 200 milljónir árið 1999 og hefur því vaxið milli ára um 354,5%. Þessi góði hagn- aður stafar að nokkru leyti af sölu hlutar sparisjóðsins í Kaupþingi hf;“ Tryggja tekjur á eftirlaunaárunum Sparisjóður vélstjóra leggur áherslu á örugga og góða þjónustu og býður því viðskiptavinum sínum ýmsar leiðir til skemmri og le'ngri tíma, til að ávaxta fjármuni sína en leiðirnar eiga það sameiginlegt að þær eru án áhættu fyrir viðskiptavininn. Hefur Spv ætið haft hagsmuni viðskiptavinanna að leiðarljósi og þess vegna býður Sparisjóðurinn m.a. upp á reikning þar sem launþegar geta lagt inn viðbótarlífeyrissparnað sinn, Lífsval 1. „Sparisjóðurinn leggur áherslu á að viðskiptavinir hans byggi upp sína framtíð þvt fjárhagsleg afkoma eftirlaunaáranna byggist að mörgu leyti af því sem lagt er fyrir á starfstíma. Þannig er mikil- vægt fyrir hvern og einn að koma sér upp einhverjum sjóði til að tryggja tekjur á eftirlaunaárunum og þörf á að velja sjóð, þar sem ekki er hætta á að höfuðstóll skerðist og að launþegi geti verið viss um að fá fé sitt til baka með góðri og öruggri ávöxtun. Lífsval SPV, býður upp á þægilega sparnaðarleið sem tekur við viðbótarframlagi í lífeyrissjóð og hefur gefið einna bestu ávöxtun á viðbótarlífeyrissparnaði sem hægt er að fá á sambærilegum reikn- ingum á markaðnum. f dag ber reikningurinn 6,4% vexti fyrir utan vísitölu og eru fáir sjóðir sem geta státað af eins góðri ávöxtun á lífeyrissparnaði þegar til skemmri tíma er litið. Viðbótarlífeyrissparnaður er góð leið til að auka séreign og er mjög hagstæður í samanburði við annan frjálsan sparnað, enda fylg- ir honum skattalegt hagræði og bætist mótframlag launagreiðanda við árlega ávöxtun, sem ekki gerist ef um annan sparnað er að ræða.“ Hvers vegna Lífsval Spv? • Launagreiðandi greiðir mótframlag til launþega, sem hann hefði annars greitt til ríkisins. • Iðgjöldin eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum og lækka því skattana. • Iðgjöldin ásamt vöxtum eru séreign hvers og eins og erfast við fráfall. • Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun né eignar- skattur af inneign. • Séreignin er erfðaskattfrjáls. • Tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu, sem getur hafist við 60 ára aldur, en nýta má persónuafslátt til að lækka skattinn. Miðað við 150.000 króna mánaðarlaun getur heildarframlag í Lífsval orðið 9.600 krónur á mánuði ef launþegi vinnur sam- kvæmt kjarasamningum stærstu launþegasamtakanna þar sem mótframlag launagreiðanda getur verið allt að 2,4%. Ráðstöf- unartekjur lækka samt ekki nema um 3.698 krónur þar sem ið- gjaldið er dregið frá launum áður en tekjuskattur reiknast.SS ít spv Sparisjóður vélstjóra 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.