Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 48

Frjáls verslun - 01.03.2001, Síða 48
VÍSINDflMflÐUR í VIÐSKIPTUIVI Penzim áburðurinn er unninn upp úr íslensku sjávarfangi, sér í lagi þorskslógi. Sá guli, þorskurinn, kemur því við sögu, eins og hann hefur raunar gert svo lengi í íslensku viðskiþtalífi. snertiexem og alls konar húðútbrot og þetta virtist virka vel á einkenni flestra þessara sjúkdóma. Eftir það fórum við í að þróa þessa vöru þannig að aðalverkefnin voru í sjálfu sér að þróa vinnslutæknina, sem við höfum þegar leyst og einnig þurftum við að þróa áburð þar sem ensímið þyldi herbergishita í langan tíma.“ Viðtökur framar vonum Á síðasta ári tókst svo að þróa áburð sem þoldi herbergishita svo fyrirtækið fór út í tilraunavinnslu sl. sumar og framleiddi það sem talið var að dygði fyrir árið og sala á vörunum hófst 1. desember. Viðtökurnar voru framar öllum vonum og lagerinn er uppurinn. Pharmaco dreifir smyrslunum í apótekin og eina kynningastarfsemin, sem viðhöfð var, voru nokkrar auglýsingar í blöð og ofurlítil umjjöllun í tjölmiðlum. „Annars hefur þetta bara borist mann frá manni og það er greinilegt að fólk finnur fyrir bata þar sem það hefur ekki gert áður. Þetta dugar líka vel sem rakakrem og til þess að hreinsa dauðar húðfrumur. Fólk hefur farið með áburðinn í nudd og lát- ið bera á allan líkamann til að hreinsa þær af líkamanum. Enn sem komið er, er þetta aðeins í tvennu formi, hlaupi og fljótandi lausn, og er borið á staðinn sem vinna á með, hvort sem það er sár vegna þurrks, gigt eða psoriasis. Verkun ensíma er einmitt þekkt til sáragræðslu og það sem enska samstarfsfyrirtækið er að gera fyrst og fremst, er að vinna að klínískum rannsóknum að því að græða sár sem ekki gróa á annan hátt, langvinn eða krónísk sár.“ Virknin Ekki þarf að hræðast aukaverkanir að sögn Jóns Braga. „Þegar ensímin eru sett á að utanverðu og á staðinn sem sjúkdómurinn er á, þá eyðast ensímin eftír stuttan tíma og ef þau fara inn í blóðið, þá eru blóðvökvahindrar fyrir þessi ensím og þeir koma í veg fyrir að þau ferðist um líkamann. Ekki er hægt að sjá að um neinar aukaverkanir sé að ræða, en það helsta sem manni dytti í hug væri, ef einhver væri með ofiiæmi fyrir ens- ímunum og þá er ekki um annað að ræða fyrir viðkomandi en að hætta notkun. Það virðist sem ensímin aðstoði líkamann við að lækna sjálfan sig og þegar frumur eða prótein þeirra eru fram- leiddar í of miklum mæli - t.d. í sumum tilfellum ofnæmis, þá virðast þessi ensím vinna gegn þeirri óæskilegu fjölgun. Ensím- in lifa ekki lengi í líkamanum og það hefur ekki komið fram í neinum rannsóknum að þau ráðist á vöðvaprótein." Frekari rannsóknir áætlaðar „Helsti veikleitó okkar er sá að við höfum ektó gert formlegar tóinískar rannsóknir ennþá. Nokkrir yfirlæknar og sérfræðingar hér á Landspítala hafa prófað áburð- inn og eru ánægðir með og ég veit að ýmsir læknar eru farnir að mæla með þessu við sína sjúklinga. Við þurfum hins vegar að gera klínískar rannsóknir til að markaðssetja áburðinn sem lyf og þær munu heijast bráðlega, bæði hér á landi og erlendis, td. á Ítalíu en þar erum við að semja við fyrirtætó um markaðsrann- sóknir og dreifingu. Einnig fyrirtætó sem er meira á snyrtivörumarkaði. Við selj- um þetta, enn sem komið er, eingöngu sem snyrtivörur og nátt- úruefiii, eða þar til við höfum framkvæmt nauðsynlegar klínísk- ar rannsóknir. Þangað til megum við ekki auglýsa að þetta lækni eitt né neitt“ Einkaleyfi í vændum Fyrirtækið er Ijármagnað af eigendum og áhættufjárfestum, bæði stofnanaflárfestum og einstaklingum sem hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Jón Bragi segir að í ljósi góðra viðtaka og vaxandi áhuga erlendra aðila hafi stórlega dreg- ið úr áhættu fjárfestingarinnar, en í fyrstu hafi auðvitað ekkert verið vitað um móttökur markaðarins og aðstandendur þess því 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.