Frjáls verslun - 01.03.2001, Side 58
NÆRMYND flF EYÞÓRI flRNALDS
Hamskipti Eybórs
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar frá því Íslandssími hf. var
stofnaður haustið 1998. Selló-
leikarinn Eyþór Arnalds, sem þá var
stjórnandi hjá Oz, tók að sér það
ábyrgðarmikla hlutverk að byggja
upp ijarskiptafyrirtækið Íslandssíma
og hefur gegnt því starfi í tvö ár. Má
segja að sellóleikarinn hafi á örstutt-
um tíma skipt um ham því að á þess-
um tíma sem liðinn er frá því hann tók
við forstjórastarfmu hefur hann
breyst úr tónlistarmanni í toppstjórn-
anda í einu helsta fjarskiptafyrirtæki
landsins.
Aðeins tvö ár eru síðan fréttir bár-
ust af nýstofnuðu fyrirtæki, íslands-
síma hf., sem hafði á stefnuskránni að bjóða lægra verð sem
markaðurinn krafðist og á betri kjörum en áður hafði þekkst.
Á bak við fyrirtækið stóðu í upphafi sterkir ijárfestar á borð við
Oz en samhliða öflugu uppbyggingarstarfi hefur hluthafahóp-
urinn breyst og stækkað og eru Landsbankinn, Burðarás og
3p-flárhús stærstu eigendur í dag. Islandssími hefur stofnað
dótturfyrirtækið Íslandssíma-GSM og ruðst inn á farsíma-
markaðinn. Móðurfyrirtækið hefur skilað tapi á uppbyggingar-
tímanum en á þessu ári er búist við að reksturinn skili hagnaði.
Félagið stefnir á markað síðar á þessu ári.
Uppruni Eyþór Arnalds er fæddur
24. nóvember 1964 í Reykjavik, elsta
barn Sigríðar Eyþórsdóttur, leikstjóra
og framhaldsskólakennara, f. 21. 8.
1940, og Jóns L. Arnalds, hrl. og fv.
borgardómara og ráðuneytisstjóra, f.
28. janúar 1935. Fyrstu árin bjó hann í
Árbæjarhverfi og byrjaði þar skóla-
göngu sína en fljótlega flutti ijölskyld-
an vestur í bæ og þar hélt hann skóla-
göngunni áfram. Segja má að Eyþór sé
alinn upp í leiklistarheiminum því
hann fylgdist gjarnan með móður
sinni í leikhúsinu, tók snemma þátt í
vinnu í leikhúsinu og umgekkst mikið
af listafólki.
Systkini Eyþór á eina systur, Bergljótu Arnalds, rithöfund og
leikkonu, f. 15. október 1968.
Fjölskyida Eyþór er kvæntur Móeiði Júníusdóttur söngkonu,
sem fædd er 4. maí 1972. Þau höfðu vitað hvort af öðru um
nokkurt skeið þegar Móeiður kom á burtfarartónleikana hans.
Hún segist hafa hugsað gott til glóðarinnar að kynnast klassík-
inni í gegnum Eyþór en þá hafi hann verið á því tímaskeiði í líf-
inu að vera búinn með klassíkina og kominn á kaf í poppið.
Móeiður er dóttir Guðrúnar Guðlaugsdóttur, blaðamanns á
/
A örskömmum tíma hefur selló-
leikarinn Eyþór Arnalds umbreyst á
skemmtilegan máta, farið úr lista-
mannshlutverkinu og fundið sér
skaþandi farveg sem stjórnandi í
einu helsta fjarskiþtafyrirtæki lands-
ins. Frjáls verslun dregur upþ mynd
af tónlistarmanninum og stjórnand-
anum Eyþóri Arnalds.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Nafn: EyþórArnalds.
Fæðingardagur: 24. nóvember 1964.
Foreldrar: Sigríður Eyþórsdóttir, leikstjóri og framhaldsskóla-
kennari, og Jón L. Arnalds, hrl. og fv. ráðuneytisstjóri.
Eiginkona: Móeiður Júníusdóttir, söngkona, f. 4. maí 1972.
Barn: Ari Elías Arnalds, f. 20. janúar 2001.
Menntun: Stúdentspróf frá MH 1984. Útskrifaðist með burtfarar-
próf í sellóleik og B.A. próf í tónvísindum og greiningu úr tónsmíða-
deild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1988. Var í framhaldsnámi
í tónsmíðum í Hollandi og Bandaríkjunum 1989-1991.
Starf: Forstjóri Íslandssíma og Íslandssíma-GSM frá 1999. Átti
fjölbreytilegan feril sem tónlistarmaður áður en hann varð fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Oz.
Áhugamál: Starfið, stjórnmál, tónlist og vísindi.
58